16 tinda ferð um Látraströnd gekk vel.
Látrastrandartindarnir voru gengnir síðasta Laugardag 17. júlí. Þátttaka var góð og gekk ferðin afar vel þrátt fyrir
þoku.
- Sjá myndir úr ferðinni
Látrastrandartindarnir voru gengnir síðasta Laugardag 17. júlí. Þátttaka var góð og gekk ferðin afar vel þrátt fyrir
þoku.
- Sjá myndir úr ferðinni
Næstu ferðir FFA eru í erfiðari kantinum, enda flestir búnir að koma sér í form á þessum tíma. En á n.k. laugardag
verður gengið á hið skemmtilega fjall Torfufell í Eyjafirði, á sunnudeginum 25. júlí verður svo gengið á Kerlingu
í Eyjafirði og fyrir þá sem láta ekki Kerlingu eina og sér duga þá er í boði að halda áfram í norður
með súlufjallgarðinum með viðkomu á 6 öðrum tindum. Á mánudeginum verður svo lagt af stað upp á hálendi inn í
Öskju og önnur Öskjuvegsferðin gengin, það er uppselt í hana. Síðasta ferð júlí mánaðar er ganga á
Blástakk sem er fjall í tæpri 1400 m. hæð við botn Féggstaðadals inn úr mynni Barkárdals í Hörgárdal.
Öskjuvegurinn hefst föstudaginn 16. júlí og stendur til 20. júlí, Látrastrandarfjöllin verða gengin laugardaginn 17. júlí og
á sunnudag 18. júlí er gengið meðfram Glerá.
Gönguvikan heldur áfram, í kvöld 7. júlí verður gengið að Skólavörðu á Vaðlaheiði. Um helgina eru tvær
ferðir. Bátsferð frá Húsavík í Flatey og Lofthellaferð.
Næstu ferðir í áætlun FFA eru: Grjótárhnjúkur í Hörgárdal, Glerárdalur-Skjóldalur, og Ljúfir dagar
á Ströndum. Minnum einnig á Gönguvikuna.