- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
[ATH!! Dagsetningu verður nú breytt úr 10. maí í 17. maí].
Árleg fuglaskoðunarferð FFA þar sem fuglalífið við Eyjafjörð verður skoðað með kunnáttumanni.
Fararstjóri: Jón Magnússon.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 9.00
Ferða og bókakynning í húsi Ferðafélags Akureyrar Strandgötu 23. fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00.
Kynntar verða ferðir á vegum FFA sumarið 2009. Frímann Guðmundsson fer stuttlega yfir viðamikla ferðaáætlun FFA, auk nýunga þ.e. tvær gönguvikur í sumar þar sem boðið verður upp á stuttar kvöldgöngur og einnig lengri ferðir í samstarfi við Ferðafélagið Hörg, 24x24 og Minjasafnið.
Bjarni Guðleifsson kynnir nýútkomna bók sína Á fjallatindum. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins.
Ferðafélag Akureyrar auglýsir eftir starfsmanni í 75% starf á skrifstofu í júní, júlí og ágúst. Nánari
upplýsingar gefa Hilmar Antonsson, formaður FFA í síma 862-3262 og Fjóla Kristín Helgadóttir, ritari í síma 462-3812 eftir kl. 20.00.
Umsóknir skal senda á Ferðafélag Akureyrar, Strandgötu 23, 600 Akureyri eða á ffa@ffa.is í síðasta lagi
miðvikudaginn 6. maí næstkomandi.
Stjórn Ferðafélags Akureyrar.