20160903 Flutningur á Nýju húsi í Bræðrafell
- 31 stk.
- 06.09.2016
Laugardaginn 30. apríl 2016 var unnið við að klæða nýja Bræðrafellsskálann að utan með aluzink plötum. Einnig var unnið við að bora og olíubera krossviðarplötur í kojubotna. Að kvöldi var búið að klæða skálann alveg að utan með aluzinki. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 2. apríl 2016 var unnið við að negla málaðar plötur neðan í þakskegg á stöfnum skálans. Einnig var unnið við lektur utan á skálanum og olía var borin á panel í loft skálans. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 27. feb. 2016 var unnið af krafti við nýja skálann. Veggir voru klæddir með steinull og dúkur settur þar fyrir innan. Einnig var lokið við að setja plötur í gólfið og olía var borin á panel. Páll framkvæmdastjóri FÍ heilsaði upp á okkur um morguninn.
Skoða myndirNú er búið að klæða þak nýja skálans með timbri og tjörupappa. Laugardaginn 20. feb. 2016 unnu fjórir við gólf skálans. Sett var músanet í gólfið og einnig var gólfið einangrað með steinull. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 6. feb. 2016 voru sperrur settar á nýja skálann sem FFA er að smíða fyrir Bræðrafell. Veður var ágætt og unnið var frá kl. 08 til kl. rúmlega 17. Í lok dags var sperruvirkið langt komið.
Skoða myndirNú er unnið við að forsmíða nýtt bræðrafell. Undirstöður undir burðarbita.
Skoða myndir