Fréttir

Ferð á Gullveginn þ. 1. sept. 2013

FFA efndi til gönguferðar á Gullveginn yfir Mývatnsheiði og Fljótsheiði sunnudaginn 1. sept. 2013. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Gullvegur. Brottför frestað til sunnudags 1. sept.

Gullvegur. 1. sept. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Gullvegurinn er gömul reiðleið frá Helluvaði í Mývatnssveit vestur að Arndísarstöðum í Bárðardal. Vegurinn var gerður með handverkfærum á árunum 1879 - 1897, sett ræsi á læki, steinum rutt úr vegi og grafnir vegarskurðir. Staldrað er við hjá eyðibýlunum og saga þessara heiðarbýla rifjuð upp. Vegalengd um 20 km.

Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar

Þá eru tvær vikur eftir í Þaulanum og frábært göngufæri á fjöll þessa dagana.

Ferð FFA í Seljahjallagil þ. 17. ágúst 2013

FFA efndi til ferðar í Seljahjallagil austan Mývatns laugardaginn 17. ágúst 2013. Smellið á MYNDIR til að fræðast um gang ferðarinnar.

Haustlitaferð í Jökulsárgljúfur, Hólmatungur - Ásbyrgi

Hreppsendasúlur

Seljahjallagil.

17. ágúst.

FFA endurstikaði gönguleiðina fram í Lamba

Þann 11. ágúst 2013 fóru þrír félagar úr FFA og bættu 23 stikum inn í stikulínuna frá bílastæðinu við Heimari-Hlífá fram í skálann Lamba á Glerárdal. Einnig voru fjölmargar stikur á þessari leið réttar við og leiðin lagfærð lítillega. FFA stikaði þessa leið upphaflega sumarið 1992. Leiðin má nú teljast vel merkt og eru að meðaltali 70 m á milli stika á þessari 11 km löngu gönguleið. Gönguleiðanefnd FFA hafði umsjón með verkinu. Sjá myndir af endurstikuninni undir: MYNDIR.

Gullvegur

Glóðafeykir