Fréttir

Breyttur opnunartími á skrifstofu

Nú er farið að hausta og mesta ferðavertíðin að baki. Skrifstofan er því núna aðeins opin milli kl. 18 og 19 á föstudögum fyrir hverja auglýsta ferð. Bent er á netfangið ffa@ffa.is til að koma erindum og fyrirspurnum til félagsins.

Lokun skálans í Laugafelli

Nú hefur gæslu verið hætt í Laugafelli og búið að loka skálanum. Þeir sem vilja gista þar geta sent tölvupóst á netfangið ffa@ffa.is eða hringt í síma 462-3812 eftir kl. 20 (Fjóla).

 

Kaldbakur - Tröllafjall

Fyrirhuguðum ferðum á Kaldbak og Tröllafjall nú um helgina 29. -30. ágúst hefur verið aflýst.

Næstu ferðir FFA

Næstu ferðir FFA eru á Kaldbak (1167 m) í Eyjafirði og Tröllafjall (1483 m.) í Glerárdal.

Ferð FFA á Herðubreið þ. 22.08.09.

FFA efndi til ferðar á Herðubreið helgina 21.-23. ágúst 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá svipmyndir úr ferðinni.

Ferð á Herðubreið

Það er því miður fullbókað í Herðubreiðarferðina sem farinn verður nú um helgina. 21.-23. ágúst.

Nýjar myndir úr Kerlingarferð og Jeppaferð

Myndir eru komnar inn úr Kerlingarferðinni sem gengin var 15. ágúst og einnig eru Jeppaferðinni sem var frá 14.-16. ágúst.

Öskjuvegur II 27. - 31. júlí 09

Myndir eru komnar inn úr ferð á Öskjuveginum 27. - 31. júlí s.l.
Sjá myndir

Gönguferð FFA í Glaumbæjarsel og Fosssel þ. 16.08.09.

Farið var í góðu veðri meðfram Skjálfandafljóti í Glaumbæjarsel og Fosssel þ. 16. ágúst 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Næstu ferðir

Næstu ferðir Ferðafélags Akureyrar eru vægast sagt við allra hæfi. Þar sem boðið verður upp á jeppaferð frá föstudegi til sunnudags. Á laugardeginum verður gengið á Kerlingu í Eyjafirði og Súlufjallgarðinn. Á sunnudag er svo auðveld ganga norður með Skjálfandafljóti frá Fljótsbakka að Vaði.