Skíðagönguferðir FFA 2025

Skíðagönguferðir FFA 2025

Skíðagönguferðir í febrúar, mars og apríl

Í febrúar, mars og apríl 2025 ætlar FFA að hafa sveigjanlegt fyrirkomulag á skíðaferðunum og ákveða ferðir eftir því hvar besta skíðafærið er hverju sinni. Hér fyrir neðan er listi með 17 ferðum sem fyrirhugaðar eru og verða þær valdar úr listanum eftir snjóalögum og veðri hverju sinni. Hægt er að skrá sig fyrirfram í ferðirnar og verður þá starfsmaður á skrifstofu í sambandi við viðkomandi um ferðina.

Einnig verður boðið upp á skíðagöngunámskeið, gunnnámskeið og framhaldsnámskeið
Það verður auglýst nánar síðar.
ALLIR ÆTTU ÞVÍ AÐ FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

Sérstök kynning verður á skíðaferðum vetrarins og skíðanámskeiðum þann 16. janúar kl. 20 í húsnæði FFA, Strandgötu 23.

Skráning í skíðaferð

Erfiðleikastig ferða
Búnaðarlisti fyrir dagsferðir á gönguskíðum
Búnaðarlisti fyrir lengri ferðir á gönguskíðum

Fróðleikur um snjóflóðahættu

 

Í skíðagönguferðum með FFA er æskilegt að vera á utanbrautarskíðum og taka með sér skinn á skíðin ef um einhverja hækkun er að ræða í ferðinni, það á að sjást í lýsingu með viðkomandi ferð.

 

 

Ein helgarferð er komin á fastan tíma 2025,
það er: Helgarferð: Skíðaganga í Laugafell 2.-4. maí sjá hér
Önnur helgarferð er áætluð í Heilagsdal í mars eða apríl.
Sú ferð verður ákveðin með stuttum fyrirvara en hægt að skrá sig í hana eins og aðrar ferðir. Shjá nánar um hana hér neðar.

------------------

Valið verður á milli þessara ferða í febrúar, mars og apríl 2025 eftir aðstæðum:

Bakkar Eyjafjarðarár  
Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ferðin hefst á bílastæðinu neðan við Kaupang og er gengið að Eyjafjarðará og síðan
suður bakka árinnar að brúnni hjá Hrafnagili. Á leiðinni heyrum við sögur af fólki og dáumst
að fögru útsýninu. Þægileg gönguleið á flötu landi. Ferð fyrir alla.
Selflytja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar.
Vegalengd 10 km. Gönguhækkun: Engin
Þátttaka ókeypis

 

Vaglaskógur 
Brottför kl. 9
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Valbjörn Ægir Vilhjálmsson
Kynning á frábæru skíðagöngusvæði í Vaglaskógi.
Ekið í Fnjóskadal, farið yfir brúna við Hróarstaði yfir í Vaglaskóg.
Bílum lagt þar skammt frá. Genginn verður skemmtilegur hringur um skóginn.
Frekar auðveld gönguleið en einhverjar brekkur verða á leiðinni.
Vegalengd alls 6-8 km. Gönguhækkun: 100 m.
Verð: 2.200/3.900. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Baugasel í Barkárdal 
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þóroddur F. Þóroddsson
Gangan hefst við Bug í Hörgárdal. Fremur létt og þægileg leið fram að eyðibýlinu Baugaseli
en þar er lítið safn gamalla muna. Gil og rústir skoðuð á leiðinni. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 12-13 km. Gönguhækkun 80 m.
2025 Verð: 2.500/4.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Skíðadalur  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Ekið að hliði innan við bæinn Þverá í Skíðadal og gengið þaðan inn að Sveinsstöðum með
viðkomu í Stekkjarhúsum eða eftir því sem færð leyfir. Dalurinn er frábært skíðasvæði og
mjög fallegur í vetrarbúningi.
Vegalengd alls 13-14 km. Gönguhækkun 200 m.
Verð: 2.700/4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Illugastaðir í Fnjóskadal - Sörlastaðir  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Valur Magnússon
Ekið að Fnjóskárbrú hjá Illugastöðum. Gengið þaðan og fylgt vegarslóða austan Fnjóskár framhjá
eyðibýlunum Belgsá og Bakka að Sörlastöðum sem fór í eyði 1959. Sama leið farin til baka.
Fallegt umhverfi og áhugaverð saga byggðarinnar þarna.
Vegalengd alls 20 km. Gönguhækkun: 80 m.
Verð: 3.500 /5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Fljótsheiði - Rauðaskriða   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Valur Magnússon
Ekið að Rauðuskriðu þar sem nokkrir bílar eru skildir eftir, síðan er ekið að malarnámu á Fljótheiði þar
sem gangan hefst. Gengið þaðan norður heiðina sem næst vatnaskilum, norður yfir Hólkotsöxl
þar sem er mjög fallegt útsýni yfir Vestmannsvatn og nyrsta hluta Reykjadals.
Síðan er gengið upp að endurvarpsmastrinu á Skriðumel en þaðan er mikið útsýni í allar áttir.
Frá mastrinu er haldið vestur af heiðinni og niður að Rauðuskriðu í Þingeyjarsveit þar sem bílar bíða.
Selflytja þarf bíla milli malarnámunnar á Fljótsheiði og Rauðuskriðu.
Vegalengd: 16 km. Gönguhækkun: 90 m.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Galmaströnd 
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Áslaugur Haddsson
Gengið er frá Ósi og norður til Hjalteyrar og skoðað hvaðan
við fáum heita vatnið. Svo út Arnarnesnafir og aftur að Ósi um Bjarnarhól.
Vegalengd: 12 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Þorvaldsdalur 
Brottför kl. 10
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Áslaugur Haddsson
Ekið að Stærri-Árskógi. Gengið á gönguskíðum fram og til baka
að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal.
Vegalengd alls 18 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 2.500 / 4.200 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Öngulsstaðir - Garðsárdalur  
Brottför kl. 10
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Ragnheiður Ólafsdóttir
Lagt verður upp frá Öngulsstöðum og gengið þaðan upp á Hóla og fram Öngulsstaðadal
fram að Helgárseli og um Reitinn inn að Melrakkadalsá þar sem verður nestisstopp.
Sama leið farin til baka og endað með kakói og kringlum í Gamla bænum á Öngulsstöðum.
Vegalengd alls 20 km. Gönguhækkun: 290 m.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

Lundarbrekka í Bárðardal  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhannes Áslaugsson og Hjörvar Jóhannesson
Ekið í Bárðardal og bílum lagt við Kálfborgarána þar sem gangan hefst, svolítið á fótinn í byrjun upp á heiðarbrún. Stefnt er í suður og gengið því sem næst beina leið að Brunnvatni og sennilega yfir það. Síðasti leggurinn er svo niður í móti að Lundarbrekku þar sem þátttakendum verður boðið upp á eitthvað heitt að drekka.
Vegalend: 20 km. Gönguhækkun: 150-200 m. Selflytja þarf bíla að Lundarbrekku.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Kristnes - Sigurðargil  
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ólafur Kjartansson
Gengið er upp norðan við skógræktargirðinguna í Kristnesi og stefnt upp að Stóruborg.
Greið leið norður á Stórhæð þar sem útsýni er gott. Þaðan hallar svo niður að Sigurðargili
þar sem bílarnir bíða. Selflytja þarf bíla milli Kristness og Sigurðargils.
Vegalengd: 9 - 10 km. Gönguhækkun: 440 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Laxárdalsheiði; að Litlu Laugum í Reykjadal  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Elías B. Gíslason
Gengið frá hringvegi 1 við afleggjarann að Stöng á Nónskarðsási. Haldið norður heiðina og stefnt að
Másvatni um Kollásamýri að Hallgrímslág þar sem tveir menn urðu úti um 1830. Þaðan er haldið yfir Kalmanstjörn,
upp á Ljótsstaðahall og að Skollhólum þar sem tvær vinnukonur frá  Þverá í Laxárdal urðu úti 1880.
Þaðan er haldið að suðurenda Hvítafells og sveigt af heiðinni og niður að Litlu-Laugum í Reykjadal.
Selflytja þarf bíla milli Litlu-Lauga og Stangarafleggjarans.
Vegalengd: 18 km. Gönguhækkun: Óveruleg
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Eyðibýlaferð á Seljadal á Fljótsheiði  
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Arnaldur Haraldsson
Ekið að malarnámum austan í Fljótsheiði þar sem nokkrir bílar eru skildir eftir.
Síðan er ekið austur Reykjadal fram veginn að Stafnshverfi (Hábungu) þar sem gangan hefst.
Gengið vestur að Herforingjavörðunni efst á Narfastaðafelli. Þaðan er mikið útsýni í allar áttir.
Frá vörðunni er haldið niður í Seljadal að eyðibýlinu Gafli. Síðan er gengið norður Seljadal að
eyðibýlinu Narfastaðaseli austan Seljadalsár og haldið yfir ána að eyðibýlinu Skógarseli.
Að lokum er gengið að hringveginum austan í Fljótsheiði þar sem bílarnir bíða.
Fallegt útsýni og áhugaverð saga eyðibyggðarinnar í Seljadal.
Selflytja þarf bíla milli Stafnsvegar og malarnámu á Fljótsheiði.
Vegalengd: 14 km. Gönguhækkun: Óveruleg
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Heljardalsheiði  -
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Ekið til Dalvíkur og áfram inn í Svarfaðardal að Koti. Þaðan er lagt upp og gengið að eyðibýlinu
Vífilsstöðum og áfram fram Vífilsgrundir. Farið er yfir Svarfaðardalsá fram undir Heljarbrekkum.
Gengið upp Möngubrekkur að Stóruvörðu og í Heljuskála á Heljardalsheiði. Þar er litið í bæinn og
hellt upp á kaffi og slakað á áður en skíðin verða spennt á fætur og haldið niður í byggð á ný.

Vegalengd alls 13-14 km. Gönguhækkun: 670 m.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn. Greiða þarf aðstöðugjald í Helju.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Þeistareykjabunga 
Brottför kl. 8
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson
Ekið að svæðinu við Þeistareykjaskálann þar sem gangan hefst.
Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins og eru upptök hennar í Stóravíti.
Gengið verður upp í Bóndhólsskarð og að Litlavíti sem er mjög sérstakt og áfram að Stóravíti.
Síðan er gengið á hæsta punkt Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið
og víðsýnt er um svæðið.
Vegalengd um 15 km. Gönguhækkun 200 m.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Mosi í Böggvisstaðadal  
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Ekið til Dalvíkur að skíðaskálanum í Böggvisstaðafjalli. Þaðan er skíðað upp í Böggvisstaðadal
og áfram inn dalinn, fram hjá Dalakofanum sem er áningarskáli og kúrir undir Grímubrekkum.
Áfram er haldið í áfangastað sem er skálinn Mosi. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 15 km. Gönguhækkun: 650 m.
Verð: 2.500/4.200 kr. Innifalið: Fararstjórn. Greiða þarf aðstöðugjald í Mosa.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Mývatnssveit:   -

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Halldór Snæbjörnsson og Gróa Björk Jóhannesdóttir
Fyrirhuguð er ferð Mývatnssveitina, 2 - 3 skór að erfiðleikastigi.
Vegalengd verður á bilinu 15-17 km og hökkun 100-300 m. 
Hvaða leið verður fyrir valinu ákveða fararstjórar með stuttum fyrirvara
og þá kemur nánari lýsing.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför

 

Helgarferð: Heilagsdalur 
Um er að ræða tveggja daga helgarferð og skemmtilegt skíðasvæði, farið á laugardegi og komið
til baka síðdegis á sunnudegi. Gist í skála FFH á Heilagsdal.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Halldór Snæbjörnsson og Þóroddur Þóroddsson
1. d: Bílar skildir eftir við Hverfjall eða sunnan Þrengslaborga og gengið þaðan austur fyrir Þrengslaborgir
og upp á hálsinn fyrir botn Seljahjallagils. Þaðan austan Bláfjallsfjallgarðs að skála FFH á Heilagsdal.
Vegalengd ræðst af snjóalögum en verður að hámarki 20 km og hækkun að hámarki 250 m.
2. d: Gengið frá skálanum á Heilagsdal og milli Sauðahnjúks og Hvannfells,
norður fyrir það og að Hverfjalli og/eða Þrengslaborgum.
Vegalengd dagsins ræðst af snjóalögum. Við bestu aðstæður gætu það orðið 30 km.
Verð: 14.000 / 19.000 kr. Innifalið: Gisting í eina nótt og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför
Um vetrarferð er að ræða og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því.
Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.

Í skíðagönguferðum með FFA er æskilegt að vera á utanbrautarskíðum og taka með sér skinn á skíðin ef um einhverja hækkun er að ræða í ferðinni, það á að sjást í lýsingu með viðkomandi ferð.