- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar gildir fyrir eitt ár í senn. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Börn og unglingar eru einnig velkomin í fylgd með fullorðnum, foreldrar þurfa að meta hvort þeir treysta þeim í ferðirnar. Sérstakar barna- og fjölskylduferðir eru sjö talsins.
Æskilegt er að panta tímanlega í lengri ferðir og þær ferðir þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Ef afpanta þarf ferð skal senda póst á netfangið ffa@ffa.is, ekki er nóg að hringja vegna afpöntunar.
Ferðafélag Akureyrar áskilur sér rétt til að leiðrétta villur, hætta við ferð, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef félagið fellir niður ferð fæst staðfestingargjald eða ferð endurgreidd.
Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.
Í flestar ferðir er greitt við brottför eða stuttu fyrir ferð. Í nokkrar ferðir á ferðaáætlun 2025 þarf að greiða staðfestingargjald í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt nema ef ferð er felld niður, nánar um endurgreiðslu. Nánari skýring um greiðslufyrirkomulag kemur fram í viðburði fyrir hverja ferð.
Áætlaður tími ferða
Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.
Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.
Gæludýr
Ef hundaeigandi vill taka hundinn sinn með í gönguferð með FFA þarf hundurinn að vera í
taumi. Æskilegt er að taka það fram við skráningu að eigandinn ætli að taka hund með svo fararstjóri viti af því. Eigandi hundsins ber alla ábyrgð á hundinum í ferðinni.
Ef einhver þátttakandi í ferðinni eða fararstjóri er með ofnæmi fyrir hundum eða ekki tilbúinn að fara í ferðina ef hundur er með, þá þarf hundurinn að víkja. Fararstjóri tekur af skarið um það ef þarf. Hundar geta ekki verið með í ferð þar sem rúta flytur hópinn.
ATH. Hundar og öll gæludýr eru ekki leyfð í skálum FFA.
16. janúar kl. 20:00 að Strandgötu 23.
Skíðaferðir 2025 kynntar sérstaklega í máli og myndum. Einnig verður nýtt fyrirkomulag skíðaferða kynnt. Fararstjórar mæta á svæðið, segja frá og bjóða upp á spjall. Auk þess verða skíðanámskeið vetrarins kynnt.
13. febrúar kl. 20:00 að Strandgötu 23.
Sumarleyfisferðir 2025 kynntar sérstaklega í máli og myndum í húsnæði FFA, Strandgötu 23. Fararstjórar mæta á svæðið, segja frá og bjóða upp á spjall.
Ferðir sem kynntar verða sérstaklega:
27. mars kl. 20:00 í VMA.
Þá verður ferðaáætlunin í heild sinni kynnt auk hreyfiverkefna sumarsins. Barna- og fjölskyldustarfið verður einnig kynnt. Gestur kvöldisins verður xxx.
Kynningin er í VMA og hefst kl. 20:00, gengið inn að vestan.
Í febrúar, mars og apríl 2025 verður yrirkomulag á skíðagönguferðum eins og 2024 sem reyndist vel. Í stað þess að setja allar ferðir á ákveðna daga þá er fyrirkomulagið sveigjanlegra. Hér fyrir neðan er listi með 13 ferðum sem fyrirhugaðar eru og verða ferðir valdar úr listanum eftir snjóalögum og veðri hverju sinni. Ferð sem verður fyrir valinu er svo auglýst á miðvikudegi ef fara á ferðina helgina á eftir. Hægt er að skrá sig fyrirfram í ferð og verður þá starfsmaður á skrifstofu í sambandi við viðkomandi um ferðina þegar nær dregur henni.
Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Grétar Grímsson
Þátttaka ókeypis.
Í febrúar er fyrirhugað að fara í þrjár skíðagönguferðir. Hvaða ferðir verða fyrir valinu, hvenær og hvert verður farið ræðst af snjóalögum og veðri. Áætlað er að ferðirnar taki 3 - 5 klst. Ef útlit er fyrir að hægt verði að fara í ferð á laugardegi verður það auglýst á miðvikudegi. Áhugasamir eru því beðnir að fylgjast vel með og skrá sig með góðum fyrirvara.
Laugardagur 1. febrúar - ferð auglýst miðvikudaginn 29. janúar.
Laugardagur 8. febrúar - ferð auglýst miðvikudaginn 5. febrúar.
Laugardagur 15. febrúar - ferð auglýst miðvikudaginn 12. febrúar.
Laugardagur 22. febrúar - ferð auglýst miðvikudaginn 19. febrúar.
Í mars er fyrirhugað að fara í þrjár skíðagönguferðir. Hvaða ferðir verða fyrir valinu, hvenær og hvert verður farið ræðst af snjóalögum og veðri. Áætlað er að ferðirnar taki 3-5 klst. Ef útlit er fyrir að hægt verði að fara í ferð á laugardegi verður það auglýst á miðvikudegi. Áhugasamir eru því beðnir að fylgjast vel með og skrá sig með góðum fyrirvara.
Laugardagur 1. mars - ferð auglýst miðvikudaginn 26. febrúar.
Laugardagur 8. mars - ferð auglýst miðvikudaginn 5. mars.
Laugardagur 15. mars - ferð auglýst miðvikudaginn 12. mars.
Laugardagur 22. mars - ferð auglýst miðvikudaginn 19. mars.
Laugardagur 29. mars - ferð auglýst miðvikudaginn 26. mars.
Í apríl er fyrirhugað að fara í þrjár skíðagönguferðir. Hvaða ferðir verða fyrir valinu, hvenær og hvert verður farið ræðst af snjóalögum og veðri. Áætlað er að ferðirnar taki 3-5 klst. Ef útlit er fyrir að hægt verði að fara í ferð á laugardegi verður það auglýst á miðvikudegi. Áhugasamir eru því beðnir að fylgjast vel með og skrá sig með góðum fyrirvara.
Laugardagur 5. apríl - ferð auglýst miðvikudaginn 2. apríl.
Laugardagur 12. apríl - ferð auglýst miðvikudaginn 9. apríl.
Skírdagur 17. apríl - ferð auglýst mánudaginn 14. apríl.
Laugardagur 19. apríl - ferð auglýst miðvikudaginn 16. apríl.
Laugardagur 26. apríl - ferð auglýst miðvikudaginn 23. apríl.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Gangan hefst við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Gengið eftir slóðum og stígum að mestu í hrauni en á köflum eru þeir grófir og ójafnir. Fararstjóri mun segja frá og vera með fræðslu um jarðfræði og fleira á svæðinu eftir því sem aðstæður leyfa. Gengið þægilegan stíg upp á Hverfjall og eftir brúninni að suðurhlið gígsins og þar niður brattan stíg með lausum sandi og svo eftir stíg um hraunið inn í Dimmuborgir. Ef einhverjir þátttakendur vilja ekki fara upp á Hverfjall þá er greiðfær gönguleið meðfram fjallinu þar sem hægt er að hitta hópinn þegar hann kemur niður af fjallinu. Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: 150 m á Hverfjall. Gott getur verið að hafa göngustafi og vera í góðum skóm. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: 150 m á Hverfjall.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn
Á góðviðrisdegi í mars eða apríl
Upphafsstaður: Kjarnakot í Kjarnaskógi.
Fararstjórn: Hjörvar Jóhannesson, Ragnheiður og Sunna Ragnarsdóttir
Njótum vetrarins í Kjarnaskógi þar sem alltaf er gott veður, gerum snjókarla, rennum okkur og leikum saman. Stutt og þægileg ferð sem hentar öllum aldurshópum.
Mikilvægt er að mæta mjög vel klædd, með ljós, kakó og gott nesti.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 2 klst.
Þátttaka ókeypis
Laugardagur 3. maí - ferð auglýst miðvikudaginn 30. apríl.
Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist
Um er að ræða þriggja daga vetrarferð sem krefst viðeigandi vetrarbúnaðar. Gist verður í skálunum Berglandi og Laugafelli. Um vetrarferð er að ræða og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því. Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.
1. d., föstudagur: Hólsgerði - Bergland
Ekið að Hólsgerði og skíðin spennt á gönguhópinn. Gist í Berglandi.
Vegalengd: 15 km. Hækkun: 840 m.
2. d., laugardagur: Bergland - Laugafell
Ef veður er gott þá verður gengið um Sesseljubæ í Geldingsárdrögum á leiðinni í Laugafell. Laugin í Laugafelli bíður ylvolg eftir lúnum göngumönnum. Gist í Laugafelli.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun óveruleg.
3. d., sunnudagur: Laugafell - Hólsgerði
Stefnt á að vera komin að fremsta bæ í Eyjafirði fyrir myrkur.
Vegalengd: 35 km, töluvert undan fæti í lok dags.
Hámark 10 manns.
Verð: 23.000 / 28.000 kr. Innifalið: Gisting í tvær. nætur og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir
Ekið sem leið liggur til Skagafjarðar og út Blönduhlíðina að ósi Héraðsvatna. Gangan hefst við minnismerkið um Jón Ósmann ferjumann og þar verður sagan um hann rifjuð upp. Gengið meðfram ströndinni, flatt og þægilegt gönguland. Úti við Hegranesvita er gott útsýni í björtu veðri.
Vegalengd: 6 - 7 km. Gönguhækkun: Engin
Þeir sem vilja geta farið í sund á Hofsósi eftir gönguna. Gaman að stoppa við Kotagil annað hvort á leiðinni vestur eða á heimleið.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Ef einhverjir vilja mæta beint á upphafsstað. Þá þarf bara að vera í sambandi við skrifstofu FFA um það.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen
Árleg fuglaskoðunarferð FFA undir leiðsögn kunnáttumanna, nú sem oftar um Eyjafjörðinn þar sem reynt verður að slá fyrri met í tegundafjölda fundinna fugla. Þátttakendur fylgja fararstjórum á valda staði þar sem fuglalífið verður skoðað. Stefnt er að því að finna álftahreiður, skeiðönd, grafönd, flórgoða jafnvel gargönd og auðvitað fleiri tegundir. Gott er að hafa góðan sjónauka með.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen
Það er alltaf gaman að fara í fuglaskoðunarferð með þeim Jóni og Sverri. Þeir vita allt um fuglana og vita hvar er finna hinar ýmsu tegundir þeirra. Gott er að taka með sér sjónauka og skriffæri því það getur verið gaman að skrá niður þær fuglategundir sem maður sér.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson
Lagt verður af stað frá Jarðböðunum og einnig endað þar. Ekið á nokkrum bílum þaðan austur fyrir Námafjall þar sem gangan hefst, gengið að Jarðböðunum og bílar svo sóttir. Gengið um hraun og sanda. Á leiðinni verða einkum skoðaðar hraunmyndanir og gígar á svæði sem mjög fáir fara um.
Vegalengd: 13 - 15 km. Gönguhækkun óveruleg, engar verulegar brekkur.
Verð: 3.700 / 5.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Mæting kl. 17 í Naustaborgir.
Fararstjórn: Ragnheiður og Sunna Ragnarsdætur
Fótgangandi fjarsjóðsleit þar sem farið er eftir hnitum til að finna fjársjóði sem aðrir hafa falið í skóginum. Gott að vera búin að sækja Geo caching appið. Þeir sem vilja geta tekið með sér „smáfjársjóði” (t.d. legó kalla eða annað smádót) og skipt þeim út fyrir nýja í fjársjóðskistunum. Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 1 klst.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðný Sigríður Ólafsdóttir
Lagt af stað frá Dalvíkurkirkju. Gengið upp með fallegu gljúfri sem þarna er og eftir vegslóða. Fallegt útsýni er inn í dalinn sem heitir tveimur nöfnum, Upsadalur þeim megin sem við stöndum en Böggvisstaðadalur hinum megin við ána. Áfram er haldið og gengið upp Melrakkadal. Sama leið farin til baka. Ef snjór verður þá er ferðin eitthvað erfiðari og gott að hafa brodda.
Vegalengd: 5 km. Gönguhækkun: 340 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Margrét Kristín Jónsdóttir
Ekið til Húsavíkur, siglt þaðan með Norðursiglingu út í Flatey. Siglingin og tekur um tvær klukkustundir. Náttúra og mannvirki eyjunnar skoðuð undir leiðsögn. Boðið verður upp á kaffi/kakó/te í Bjarmaskúr í lok göngu. Áætlaður tími í eyjunni um 2 - 3 klst. Siglt til baka til Húsavíkur seinnipartinn. Stoppað við Gatanöf á heimleiðinni fyrir þá sem vilja.
Verð: 23.000 / 26.000 kr. Innifalið: Sigling, hlýir gallar, kakó og snúðar um borð, fararstjórn, leiðsögn um eyna og kaffi/kakó/te.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.
Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þorgerður Sigurðardóttir
Gangan hefst á bílastæðinu við Krossanesborgir. Þaðan er gengið meðfram sjónum að mestu og til Skjaldarvíkur. Misjafnt gönguland, fjara, tún, slóðar og gróið land. Mögulega einhver bleyta. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd: 4 - 5 km. Gönguhækkun: Óveruleg.
Þátttaka ókeypis.
14. júní, laugardagur
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðný Sigríður Ólafsdóttir
Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Áfram er gengið upp í mynni Böggvisstaðadals fram að Kofa og síðan niður Upsadal.
Auðveld leið og skemmtileg.
Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun: 260 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn. (Aðstöðugjald í Kofa 500 kr., ekki innifalið)
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Ekið er fram Eyjafjörð að austanverðu að Öngulsstöðum. Þar er beygt til vinstri og ekið eftir malarvegi að bílastæði við sumarbústað. Gengið er eftir stikaðri leið að vörðunni á Haus sem er fyrsti áfanginn þegar gengið er á Staðarbyggðarfjall. Gangan er nokkuð á fótinn en greiðfær. Þaðan er frábært útsýni og gaman að njóta með börnum á fallegu sumarkvöldi.
Vegalengd er um 3,3 km. Gönguhækkun 270 m.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum, upp dalinn norðan Brimnesár. Geysimikið útsýni er til allra átta af hátindi kollunnar og einstaklega fallegt að kvöldlagi á þessum árstíma. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun: 930 m.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið upp á Ystuvíkurfjall og norður á Kræðufell, þaðan niður í Fagrabæjargil (bratt og skriður) og upp á Dýrðarnípu yfir á Dýrðarbungu og endað á Laufáshnjúk. Síðustu 300 metrarnir eru svolítið brölt. Að lokum er farið niður af Laufáshnjúk þar sem bílar munu bíða en byrja þarf á að ferja bíla þangað. Útsýnið af fjöllunum er mikið og geysifagurt bæði til suðurs og norðurs og að kvöldlagi á þessum árstíma er von á fallegu sólarlagi. Aðeins hluti leiðarinnar er stikaður.
Vegalengd: 11 - 12 km. Gönguhækkun: 1000 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið að bílastæði við Fálkafell. Gengið á skátaskálanum Fálkafelli og síðan sem leið liggur að skátaskálanum Gamla. Þaðan er farið niður í gegnum Kjarnaskóg og sem leið liggur til baka að bílastæðinu við Fálkafell.
Vegalengd: 9 km. Gönguhækkun: 220 m
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir og Helga Sigfúsdóttir sem er heimamanneskja á staðnum.
Arnarstaðaskál í Eyjafirði er snotur, gróin skál eða sylla í fjallinu fyrir ofan Arnarstaði fram í Eyjafirði að austan. Þægilegt gönguland, að mestu bílslóð og kindagötur. Nestisstopp verður tekið á leiðinni þar sem ljúft er að njóta útsýnis og kyrrðar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 9 km. Gönguhækkun: 450 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson.
Svavar leiðir þátttakendur um Myrkárgil í Hörgárdal. Þar er m.a. hægt að sjá Kálfafoss, Byrgisfoss og Geirufoss. Ferðin tekur um það bil þrjá tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana. Gert er ráð fyrir að koma til baka um kl. 21.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Gyða Njálsdóttir og Sunna Ragnarsdóttir
Ekið á einkabílum að Skeiði í Svarfaðardal. Gengið er fram að Skeiðsvatni eftir slóða. Gengið um í nágrenni vatnsins og náttúra dalsins skoðuð. Gaman getur verið að sulla í læk og vatni, þess vegna ástæða til að taka með auka sokka og handklæði.
Vegalengd um 8 km. Gönguhækkun: 190 m.
Gera má ráð fyrir að ferðin taki 5 - 6 klst.
Þátttaka ókeypis
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Gusthnjúkur í Skagafirði (590 m) er á Höfðaströnd ofan við bæinn Vatn og státar af afar fallegu útsýni. Af hnjúknum sést yfir perlur Skagafjarðar, Þórðarhöfða, Höfðavatn og Málmey. Þaðan sést einnig til Tindastóls og út á Skaga og ekki ólíklegt að Strandafjöllin sjáist í góðu skyggni. Leiðin á hnjúkinn er aflíðandi og gönguland ágætt, en efst er leiðin grýtt og brött.
Vegalengd alls 8 - 10 km. Gönguhækkun: 590 m.
Verð: 3.700 / 5.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23 og með rútu frá bílastæði við Súluveg.
Fararstjórn: Kristín Irene Valdemarsdóttir
Ekið á einkabílum að bílastæðinu við Súluveg þar sem bílarnir eru skildir eftir. Þar bíður rúta sem ekur þátttakendum að Finnastöðum þaðan sem gengið er á Kerlingu 1538 m, hæsta fjall í byggð á Íslandi. Síðan er gengið norður eftir tindunum; Hverfanda 1320 m, Þríklökkum 1360 m, Bónda 1350 m, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu 1213 m, Ytri-Súlu 1143 m og niður í Glerárdal þar sem bílar þátttakenda bíða.
Þetta er krefjandi ganga enda merkt fjögurra skóa ferð. Þátttakendur þurfa að vera í góðu gönguformi. Gangan getur tekið 12 klst. en það fer allt eftir hópnum, færð og veðri. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og taka með sér gott og orkuríkt nesti til dagsins og nóg af vatni þar sem ekki er víst að vatn sé að finna á leiðinni. Gott að hafa brodda meðferðis.
Vegalengd: 20 - 21 km. Gönguhækkun alls 1800 m.
Verð: 11.500 / 13.700 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Mæting við FFA, Strandgötu 23 kl. 13.00. Þar er ferðin borguð og safnast saman í bíla ef vill.
Brottför frá Skógarböðunum kl. 13:30 með rútu.
Fararstjórn: Jóhanna Ásmundsdóttir
Farið með rútu að Systragili í Fnjóskadal. Þaðan verður Þingmannavegurinn genginn, þ.e. yfir Vaðlaheiði. Komið niður við Eyrarland Eyjafjarðarmegin. Þetta er gömul þjóðleið og því tilvalið að skoða gömlu steinbrúna, grjóthleðslu frá 1871. Að mestu er gengið eftir slóðum. Endað er á því að ganga frá Eyrarlandi að Skógarböðunum. Gaman væri að hópurinn endaði í Skógarböðunum og borðaði síðan á Skógur Bistro; það er vissulega frjálst. Þeir sem ekki kjósa það geta þá farið beint heim.
Vegalengd: 12,5 km. Gönguhækkun: 600 m.
Verð: 6.500 / 8.700 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn. Ekki innifalið: Matur og aðgangur að Skógarböðunum.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ásrún Ösp Jónsdóttir og/eða Jónína Sveinbjörnsdóttir
Fararstjóri ákveður hvort gangan hefst á Hauganesi eða á Árskógssandi.
Vegalengd: 3 - 5 km. Gönguhækkun: Óveruleg
Þátttaka ókeypis
Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist
Ekið með rútu í Herðubreiðarlindir. Gist er í skálum FFA við Bræðrafell og Drekagil. Bera þarf allan farangur og því mikilvægt að huga að því sem tekið er með. Svæðið sem farið er um státar af sérkennilegum og fallegum hraunmyndunum, auðn, litadýrð og ekki síst mikilli kyrrð. Nálægðin við Herðubreið hefur líka sín áhrif.
1.d., sunnudagur: Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar. Taka þarf með vatn til dagsins.
Vegalengd: 19 km.
2.d., mánudagur: Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála aðra nótt.
Vegalengd: 8 - 12 km.
3.d., þriðjudagur: Gengið frá Bræðrafelli í Drekagil. Gist í skála FFA við Drekagil.
Vegalengd: 21 - 22 km.
4.d., miðvikudagur: Gengið frá Drekagili yfir Dyngjufjöll að Öskju. Ekið heim um kvöldið.
Vegalengd: 10 - 11 km.
Hámarksfjöldi 15 manns.
Verð: 69.500 / 74.500 kr. Innifalið: Rúta, gisting í þrjár nætur og fararstjórn.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 10.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu fyrirfram, 10 dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.
Brottför kl. 17 á einkabílum (góðum jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist
Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið Herðubreið (1682 m). Gist í skála FFA við Drekagil eða í tjaldi. Nauðsynlegt að vera á jeppum sem komast að uppgöngunni á Herðubreið. Hægt er að sameinast í bíla og því gott að vita ef einhverjir geta tekið farþega.
Hjálmur er nauðsynlegur öryggisbúnaður auk þess þarf að hafa með jöklabrodda og ísöxi til öryggis.
1. d., föstudagur: Lagt af stað frá Akureyri kl. 17. Ekið í Drekagil, gist þar. Kvöldrölt um svæðið ef vill.
2. d., laugardagur: Gengið á Herðubreið. Gist aftur í Drekagili. Gangan á Herðubreið er stutt (6 km upp og niður) og brött (1000 m hækkun). Sjálf gangan getur tekið 6 - 7 klst.
3. d., sunnudagur: Heimferð. Margt er að sjá í Drekagili og gefst fólki tækifæri til að skoða sig um á svæðinu áður en haldið er heim. Gert er ráð fyrir að koma til Akureyrar seinnipart dags.
Vegalengd alls 6 km. Gönguhækkun: 1000 m.
Verð: Í skála 21.000 / 26.000 kr. Í tjaldi 15.500 / 18.500 kr. Innifalið: Gisting í tvær nætur og fararstjórn.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.
Stefnt er að því að hafa örnámskeið í notkun jöklabrodda og ísaxa í vetur.
Brottför kl. 8 á einkabílum og rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir
Ekið að Miklagarði í Eyjafirði og bílum lagt þar. Gengið er fram Skjóldal sunnan megin Skjóldalsár og síðan farið meðfram Kambsá og upp í Kambskarð í 1000 m hæð. Áfram er haldið niður úr skarðinu í Þverárdal og síðan til norðurs út dalinn, niður með Þverá.
Leiðin er ómerkt og gróin, nokkuð um læki og suma þarf kannski að vaða, því er gott að hafa með sér vaðskó og göngustafi.
Að sögn Jónasar Kristjánssonar var þessi leið oft farin á Sturlungaöld og hét þá Skjálgdalsheiði sjá nánar um það hér: http://www.jonas.is/page/318/
Vegalengd: 22 km. Gönguhækkun: 860 m.
Verð: 11.500 / 13.700 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón M. Ragnarsson og Stefán Sigurðsson
Ekið að Þeistareykjavirkjun. Lagt af stað þaðan og hjólað suður með Bæjarfjalli, síðan til austurs sunnan við Kvíhólafjöll og Þórunnarfjöll austur að Gjástykki og norður með því þar til beygt verður til vesturs, allt á gömlum slóðum. Kíkt verður á Stóra-Víti sem er gríðarstór sprengigígur, um 300 m í þvermál. Þaðan liggur svo leiðin áfram til vesturs og niður Bóndhólsskarð að Þeystareykjavirkjun. Þeir sem eiga flutningsfestingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Vegalengd: 35 - 40 km. Óveruleg hækkun er á þessari leið.
Verð: 6.200 / 7.900 kr. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Gunnar Jónsson frá Villingadal
Ekið upp á Hólabrúnina norðan við Villingadal og bílum lagt þar. Gengið meðfram gili Torfufellsár og Steinboginn skoðaður. Síðan haldið inn dalinn með Torfufellsánni að Svartá og þaðan fram í botn á Svarfdal. Á miðjum dalnum er t.d. grjóthóllinn Sverrishaugur tengdur þjóðsögu um bardaga milli Eyfirðinga og Skagfirðinga um beitarland í Galtartungum innst í Villingadal. Að mestu þægilegt gönguland. Sama leið gengin til baka.
Vegalengd alls um 12 km. Gönguhækkun: 300 m.
Verð: 2.200 / 3.700 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhannes Kárason
Ekið að Skíðastöðum. Gengið upp Mannshrygg á Hlíðarfjall og þaðan eftir fjallsbrúnum yfir Vindheimajökul og því næst gengið á Strýtu, 1456 m, þar sem útsýni er mikið til allra átta. Sama leið er farin til baka.
Vegalengd alls 14 km. Gönguhækkun: 960 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristín Irene Valdemarsdóttir
Bílstjóri: Jón Marinó Sævarsson
Í ferðinni er gengið með lágmarksbúnað. Trússbíll ekur með farangur á milli skála. Bíllinn fylgir hópnum allan tímann. Fólk er beðið að takmarka farangur eins og hægt er. Rúta sækir svo hópinn í lok ferðar. Gist í skálum FFA; Dreka, Dyngjufelli og Botna. Gönguhækkun er lítil á þessari leið.
1. d., sunnudagur: Ekið í Dreka, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. Stutt stopp í Dreka þar sem rútan bíður eftir hópnum og ekur svo með hópinn upp á Vikraplan. Þaðan er gengið að Öskjuvatni og komið við í Víti. Síðan er gengið til baka yfir fjöllin og endað í Dreka þar sem er gist. Vegalengd: 13 - 14 km.
2. d., mánudagur: Ekið upp á Vikraplan. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd: 14 km.
3. d., þriðjudagur: Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd: 20 - 22 km.
4. d., miðvikudagur: Lokadagur; gömlum jeppaslóða er fylgt frá Botna í Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd: 15-16 km. Ekið með rútu til Akureyrar. Gert ráð fyrir að koma þangað um kl. 17.
Hámarksfjöldi 14 manns.
Verð: 89.500 / 95.000 kr. Innifalið: Rúta, trúss, gisting í þrjár nætur og fararstjórn.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 10.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.
9. ágúst: Hjaltadalsheiði
Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Ekið fram að Staðarbakka í Hörgárdal. Gengið er fram dalinn og yfir heiðina sem leið liggur niður Hjaltadalinn að Reykjum þar sem rúta bíður eftir hópnum og ekið heimleiðis. Mest gengið eftir gömlum slóðum. Vaða þarf ár á leiðinni. Vaðskór nauðsynlegir og gott að hafa göngustafi.
Vegalengd: 29 km. Gönguhækkun: 750 m. Áætlaður göngutími 10 - 12 klst.
Verð: kr. 16.000 / 18.700 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
9. - 10. ágúst: Náttúruskoðun og sjálfsrækt á Glerárdal
Brottför kl. 8:00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Birna Guðrún Baldursdóttir
Í bakgarðinum okkar hér á Akureyri er hinn ægifagri Glerárdalur með alla sína tinda og náttúrufegurð. Þangað er ferðinni heitið í skemmtilega og nærandi gönguferð sem felur í sér verkefni til sjálfsræktar, hugleiðslu, léttar jógaæfingar svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt í verkefnum ferðarinnar með opnum huga. Gist verður eina nótt í Lamba, skála FFA á Glerárdal þar sem er góð aðstaða.
1. d., laugardagur: Gengið ómerkta leið frá Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit upp Finnastaðadal og yfir skarðið austan Glerárdalshnjúks. Þaðan niður í Glerárdal sem leið liggur að Lamba, skála FFA.
Vegalengd: 12 km. Gönguhækkun: 900 - 1000 m.
Komum okkur fyrir í skálanum, borðum saman, hugleiðum og eigum notalega stund.
2. d., sunnudagur: Gengið er frá Lamba niður að Glerá sem þarf að vaða. Þaðan er gengið að Tröllunum sem eru sérkennilegir berggangar austan í Tröllafjalli. Þá er gengið að vatninu, Tröllaspegli þar sem verður áð og hugleitt ef veður leyfir.
Frá vatninu verður gengið niður Lægðina að Glerá, áfram eftir vesturbakka árinnar að Fremri Lambá og Heimari Lambá að stíflunni í Glerárdal. Ferðinni líkur svo við bílastæðið vestan ár.
Vegalengd 12 - 13 km. Gönguhækkun: 400 m.
Gert ráð fyrir því að koma til Akureyrar seinni part dags.
Verð: 16.500 / 19.500 kr. Innifalið: Fararstjórn og gisting í eina nótt. Hámarksfjöldi 14 manns.
Sameiginlegur kvöld- og morgunverður sem greiðist sérstaklega. Fararstjórar sjá um að kaupa inn og elda.
Brottör kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðný Sigríður Ólafsdóttir
Gengið meðfram Svarfaðardalsá um Friðland Svarfdæla. Í Friðlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf og auðvelt að skoða fuglana t.d. úr fuglaskoðunarhúsi við Tjarnartjörn. Þægileg ganga á stígum og slóðum. Hægt er að koma við í Hánefsstaðareit þar sem gaman er að rölta um í kyrrðinni, setjast á útsýnisstað við ána og virða fyrir sér fjöll, fugla og aðrar dásemdir Friðlandsins. Fararstjóri tekur ákvörðun um hvar ferðin endar.
Vegalengd: 5 - 7 km. Gönguhækkun: Engin.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir
Ekið í Svartárkot í Bárðardal. Þaðan er gengið eftir bílslóða í Suðurárbotna í skálann Botna þar sem verður gist eina nótt. Daginn eftir er gengið til baka sömu leið í Svartárkot. Í Suðurárbotnum er ævintýralegt umhverfi með mörgum litlum tjörnum. Þó leiðin sé nokkuð löng er hún auðveld yfirferðar. Hér eru upplýsingar um skálann.
Vegalengd: 15 - 16 km hvor leið. Gönguhækkun: Lítil.
Verð: 4.500 / 6.500 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Innifalið: Gisting í eina nótt fyrir einn fullorðinn og börn og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
17. ágúst: Siglufjarðarskarð: Fjallahjólaferð á rafhjóli
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón M. Ragnarsson og Stefán Sigurðsson
Ekið til Siglufjarðar. Lagt af stað þaðan, hjólað inn Skarðsdal og upp gamla veginn upp í Siglufjarðarskarð. Þaðan er víðsýnt í góðu veðri allt vestur á Strandir. Síðan er hjólað niður í Fljótin og eftir þjóðveginum gegnum Strákagöng og til Siglufjarðar. Þeir sem eiga flutningsfestingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Vegalengd: 33 km. Hækkun samtals um 1000 m.
Verð: 6.200 / 7.900 kr. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Sunna og Ragnheiður Ragnarsdóttir
Við skoðum fjölbreytilegt lífríki fjörunnar, smádýr, þörunga og fuglalíf, klifrum í klettum og sullum í læk. Munum eftir góðum skóm og nesti. Nánari staðsetning kemur síðar en verður í nágrenni Akureyrar.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 2 klst.
Þátttaka ókeypis.
23. ágúst: Barðshyrna í Fljótum
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Steinunn Þórisdóttir
Fjallið Barðshyrna einnig nefnt Barð skiptir Fljótum í tvennt, nyrst heitir það Barð en sunnar Brekkufjall. Gangan á fjallið hefst í mynni Brunnárdals. Kindaslóðum er fylgt fyrsta spölinn inn á dalinn. Hvergi er verulega bratt. Útsýni af toppnum er mikilfenglegt m.a. yfir Siglufjarðarfjöll, Fljótin og Stífluvatn til austurs. Til vesturs og suðvesturs sést fram Brunnárdal, til Flókadals og fjölmargra fjalla ofan hans. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun: 700 m.
Verð: 3.700 / 5.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Jeppar (óbreyttir) eru nauðsynlegir frá Hverfjalli
Fararstjórn: Þóroddur F. Þóroddsson og/eða Stefán Jakobsson.
Ekið að Hverfjalli, lagt af stað þaðan kl. 9:30. Ekið suður með Lúdentsborgum og austur fyrir Hvannfell. Gengið frá Hvannfelli um slétt helluhraun (komið við hjá Lofthelli) og austur með rótum Búrfells að sunnan. Ganga á Búrfell upp brattar skriður, upp í gegnum hraunhaft í fjallsbrúninni og á hátindinn. Sama leið farin til baka. Á bakaleið er gengið um helluhraun, suður fyrir Sauðahnjúk og norður með Hvannfelli að bílastæði.
Vegalengd: 14 - 15 km. Gönguhækkun og lækkun um 600 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson
Gengið frá bænum Dagverðartungu í Hörgársveit sunnan Fornhagagils. Síðan fram með Úlfá og Tungudalsá inn í Ytri-Tungudal að Dyngjuhnjúk. Þar er farið norður yfir Tungudalsá og stefnt upp á Dýjafjallshnjúk. Sama leið farin til baka.
Ef útlit er fyrir að það þurfi sérstakan búnað eins og brodda þá láta fararstjórar vita tímanlega.
Vegalengd alls 20 km. Gönguhækkun: 1365 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Ekið á einkabílum að Þormóðsstöðum í Sölvadal. Þaðan er gengið upp hlíðina eftir gömlum akvegi á hrygg Hólafjalls. Gott útsýni er yfir byggðina og út Eyjafjörðinn. Gengið er til baka að Þormóðsstöðum. Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 580 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför
Brottför kl. 8:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Halldóra B. Skúladóttir
Ekið austur í Ljósavatnsskarð og að bænum Stórutjörnum þar sem bílum er lagt. Þaðan er gengið upp móa og mela, síðan er lagt í gróna bratta brekku upp í Nónskál og upp á Kambinn. Þaðan er auðveld ganga upp á Stóradalsfjall (809 m). Á niðurleið er farið niður Fjallshóla að Níphólstjörn og að Stórutjörnum aftur. Á þessari leið er fallegt útsýni yfir sveitina, Ljósavatnsskarð og Ljósavatn.
Vegalengd: 6 - 7 km. Gönguhækkun: 530 m.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
13. september: Bakkar Eyjafjarðarár
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Gangan hefst við bílastæðið neðan við Kaupang. Gengið að gömlu brúnni yfir Eyjafjarðará og meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Gengið um eyðibýlið Kaupangsbakka og sagðar sögur af svæðinu. Þægilegum slóða fylgt meðfram ánni allt að brúnni við Hrafnagil. Á þessum tíma ættu að vera fallegir haustlitir hvarvetna. Selflytja þarf bíla milli Kaupangs og brúarinnar við Hrafnagil.
Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: Lítil.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hermann Gunnar Jónsson
Ekið út á Flateyjardal á móts við Véskvíar og fólk ferjað á jeppa yfir ána ef færð leyfir, annars þarf að vaða ána. Þá er gengið í stefnu á fjallshrygginn og honum fylgt upp á Kambinn þar sem frábært útsýni er yfir dalinn og nærliggjandi fjalllendi. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 10 km. Gönguhækkun 1000 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Ekið að Draflastöðum og gengið þaðan út hlíðina og upp á Múlana og skógræktin skoðuð. Síðan út að Skuggabjörgum þar sem staldrað verður við hjá gömlu bæjarrústunum og fræðst um svæðið. Til baka verður neðri leiðin farin, skógargróður skoðaður og hugað að hrútaberjum ef vill. Þá verður haldið að Draflastöðum, þar sem gott væri að fá sér kaffisopa. Vegalengd: 14 km. Gönguhækkun: 200 m.
Þátttaka ókeypis.
Góðviðrisgöngur
Boðið verður upp á „Góðviðrisgöngur“ með stuttum fyrirvara eftir því hvernig viðrar til léttra eða erfiðari gönguferða. Kemur inn á heimasíðu FFA í september.