Fréttir

Almennur félagsfundur fimmtudaginn 8. janúar

Stjórn FFA óskar félögum og öðrum gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum.

Eins og undanfarin ár verður haldinn almennur félagsfundur í upphafi árs. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.00 að Strandgötu 23.  Farið verður yfir helstu viðfangsefni sem framundan eru. Félagar eru hvattir til að mæta.

Nýársdagsganga FFA 2009 í Vaðlareit

Myndir úr nýársdagsgöngu FFA 2009 í Vaðlareit eru komnar á heimasíðuna. Smellið á MYNDIR.

Nýjársgangan

Kæru ferðafélagar og aðrir útivistarunnendur, gleðilega rest og vonandi verður ferðaárið 2009 gott útivistarár.

 

Nú er komið að hinni árlegu nýjársgöngu. Er ekki tilvalið að hrista af sér slenið, minnka fituforðann og endurnýja súrefnið í blóðinu með einni hressilegri skógargöngu? 


Í þetta sinn verður farið í yndislega skógarreitinn gegnt Akureyri, Vaðlareit. 


Lagt af stað úr skrifstofu FFA á nýjársdag kl. 11.00. Þetta er ókeypis ferð og við hæfi allra. Grétar Grímsson er fararstjóri.

Mætið og takið fjölskylduna með. Göngutúr á dag kemur skapinu í lag.


Með óskir um gott og farsælt nýtt ár.

F.h. ferðanefndar FFA

Roar Kvam

formaður