20230102 Nýársganga
- 1 stk.
- 04.05.2023
Ágætis mæting var í nýársgönguna þann 1. janúar kl. 13. Grétar Grímsson leiddi gönguna.
Skoða myndirÁgætis mæting var í nýársgönguna þann 1. janúar kl. 13. Grétar Grímsson leiddi gönguna.
Skoða myndirFyrirhugað var að fara í skíðaferð um Galmaströnd en þar sem lítill sem enginn snjór var þar frekar en annarsstaðar í nágrenninu var ferðinni breytt í gönguferð. Frímann Guðmundsson var fararstjóri og leiddi hópinn um heimaslóðir sínar.
Skoða myndirÞann 15. apríl tókst loksins að fara í skíðaferð á vegum FFA en fyrir þann tíma var meira og minna snjólaust eða vont skíðafærði á þeim stöðum sem til stóð að fara á. En þessi ferð tókst með eindæmum vel og var þátttaka góð. Veðrið lék við fólk og allir afar ánægðir í lok göngu. Sigurgeir Sigurðsson var fararstjóri og tók þessa myndir.
Skoða myndirUndanfarin ár hefur verið boðið upp á tvær fuglaskoðunarferðir undir leiðsögn Jóns Magg og Sverris sem hafa verið með svona ferðir mjög lengi fyrir FFA. Fyrri ferðin var 16. maí og hún var sérstaklega ætluð börnum. Seinni ferðin, sú hefðbundna var 20. maí. Báðar tókust með vel og mikil ánægja að venju. Alltaf gaman að sjá hversu áhugasöm börn eru að skoða og leita að fuglum. Myndirnar úr barnaferðinni tók Herdís Zophoníasdóttir sem var fararstjóri þar og í seinni ferðinni var Kristín List Malmquist myndasmiður.
Skoða myndirGóð þátttaka var í ferðinni að Hraunsvatni. Lagt var af stað frá Hrauni. Fararstjóri var Hulda Jónsdóttir og með henni 28 þátttakendur. Myndinrar tók Hulda.
Skoða myndirVinsælasta ferð sumarsins hjá FFA. Fyrri ferðin var farin 10. júní. Mikil aðsókn var í hana og því var annarri ferð bætt við 9. júlí. Veðrið lék við þátttakendur í báðum ferðunum og var mikil ánægja með þær báðar. Margrét K. Jónsdóttir var fararstjóri. Þegar komið var til baka bauð hún þeim sem vildu að ganga að Gatkletti við Húsavík. Margir tóku þátt í þeirri göngu. Myndirnar tók Margrét.
Skoða myndirGóð þáttaka barna og foreldra var í ferðina á Haus í Staðarbyggðarfjalli. Veðrið yndislegt og gaman að fá sér göngu í kvöldkyrrðinni á þessum árstíma. Fararstjóri og myndasmiður var Hulda Jónsdóttir.
Skoða myndirSunnudaginn 18. júní var farin áhugaverð ferð um Öxnadalinn með Brynhildi Bjarnadóttur. Veðurútlit var ekki eins og best verður á kosið en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Svo kom á daginn eins og svo oft áður að veðrið var hið skaplegasta til gönguferðar. Gengið um svæðið og á Hallok. Myndirnar tók Brynhildur Bjarnadóttir.
Skoða myndirVikun 19. til 23. júní var árleg gönguvika hjá FFA. Fyrstu tvær ferðirnar féllu niður en aðrar ferðir voru farnar. Miðvikudaginn 21. júní leiddi Ingmar Eydal fólk um fallegasta hluta Glerárgils. 22. júní fór Roar Kvam með hóp í sólstöðugöngu á Kræðufell. Gönguvikan endaði svo á jónsmessugöngu á Múlakollu, fararstjórar þar voru Bóthildur Sveinsdóttir og Bernard Gerritsma. Myndirnar sem tala sínu máli um hvernig veður og ferðirnar voru en þær tóku Hugrún Sigmundsdóttir, Roar Kvam og Kristín M. Jóhannsdóttir.
Skoða myndirFyrsta ferðin sem farin var í gönguviku, veður hafði hamlað tviemur fyrri ferðunum. Góð þátttaka var í ferðinni með Ingimar Eydal sem er öllum hnútum kunnurgur á þessum slóðum. Myndirnar tók Hugrún Sigmundsdóttir.
Skoða myndirÖnnur ferðin í gönguviku var á afar fallegu kvöldi, þá gekk hópur á Kræðufell. Fararstjóri var Roar Kvam. Myndirnar tóku Hugrún Sigmundsdóttir og Roar Kvam.
Skoða myndirÞriðja ferðin á gönguvku að þessu sinni. Í mörg ár hefur þessi ganga verið á Jónsmessu. Að þessu sinni leiddu þau Bóthildur Sveinsdóttir og Bernard Garritsma hópinn. Eins og sést á myndunum voru þau heppin með veður og birtu, þó svo skýin hafi aðeins flækst fyrir. Myndirnar tók Kristín M. Jóhannsdóttir.
Skoða myndirLaugardaginn 24. júní var farin dagsferð á Mælifellshnjúk í Skagafirði. Fámennt var í ferðinni. Fararstjóri var Herdís Zophoníasdóttir. Myndirnar tók Þorbjörg Þorsteinsdóttir.
Skoða myndirBrynhildur Bjarnadóttir leiddi hóp um Þorvaldsdal og sagði frá staðháttum og föður sínum Bjarna E. Guðleifssyni sem var frumkvöðull að Þorvaldsdalshlaupinu en það var einmitt sama dag. Hópurinn hreppti ágætis veður framan af en undir lokin fór að rigna. Þegar á áfangastað kom beið þeirra heit kjötsúpa. Myndirnar tóu Brynhildur Bjarnadóttir og Kistín M. Jóhannsdóttir.
Skoða myndirÞað voru kátir krakkar ásamt foreldrum sem gengu að Steinmönnum með henni Herdísi Zophoníasóttur laugardaginn 1. júlí.
Skoða myndirVeðrið lék við þátttakendur í ferðinni um Grímubrekkur. Kristján E. Hjartarson leiddi gönguna og Margrét L. Laxdal tók myndirnar.
Skoða myndirHelgina 14. - 16. júlí fór vaskur hópur í Fjörður. Veðurútlit var frekar tvísýnt en fararstjórar létu það ekki á sig fá og lögðu af stað með hópinn. Enginn sá eftir að hafa farið í þvílíka ferð og birti upp um síðir eins og svo oft. Síðasti dagurinn sem hópurinn fékk í Fjörðum var einstaklega fallegur. Fararstjórar voru Ásdís Skúladóttir og Birna Baldursdóttir.
Skoða myndirTrússferð um Öskjuveginn. Stór hópur fór þá ferð og gekk allt að óskum. Fararstjóri var Guðlaug Ringsted (Systa) en bílstjóri var Gísli Sigurgeirsson. Myndirnar tala sínu máli um þetta stórkostlega umhverfi sem þátttakendur gengu um í fjóra daga en þær tók Guðlaug Ringsted.
Skoða myndirMargrét L. Laxdal hljóp í skarðið fyrir FFA um fararstjórn í þessari ferð. Ferðin gekk vel í alla staði og voru þátttakendur ánægðir eftir ferðina. Myndirnar tók Margrét L. Laxdal.
Skoða myndirFámennt en góðmennt var í þessari ferð sem gekk að óskum. En ferð á Herðubreið hefur verið farin á vegum FFA í fjölda ára. Hópurinn var heppinn með veður og útsýni og allt gekk að óskum. Fararstjóri var Leo Broers en myndinrar tók Jóna Jónsdóttir þátttakandi í ferðinni.
Skoða myndirÞetta er annað árið í röð sem efnt er til Barna- og fjölskylduferðar í Lamba á Glerárdal. Fararstjóri var Jónína Sveinbjörnsdóttir. FFA vill gjarnan bjóða upp á svona ferð á hverju sumri til að fjölskyldur kynnist þessum fallega dal og afskaplega vistlegum og góðum skála FFA sem er inni á dalnum.
Skoða myndirSöguferð um eyðibýli í Héðinsfirði mæltist vel fyrir hjá þátttakendum en alls voru 33 í ferðinni. Gengið var í kringum vatnið og saga eyðibýla og ábúenda sögð. Fararstjóri var Björn Z. Ásgrímsson. Myndirnar tóku Kristín Margrét Jóhannsdóttir og Svala Hrönn Sverrisdóttir.
Skoða myndirTvær rafhjólaferðir voru farnar í sumar og var Stefán Sigurðsson fararstjóri í þeim báðum og honum til aðstoðar var Jón M. Ragnarsson. Fyrri ferðin varinn á Timburvalladal. Myndirnar sem fylgja hér eru þó aðeins úr ferðinni að Nípá og út í Náttfaravíkur.. þær tók Stefán Sigurðsson.
Skoða myndirVeðurútlit var ekki upp á sitt besta þegar 10 manna hópur lagði af stað í Botna laugardaginn 9. september. Ferðin gekk vel þó ekki sé nú hægt að segja að veðrið hafi leikið við mannskapinn. Engu að síður voru allir glaðir og létu bleytu ekki á sig fá enda komust þau í góðan skála FFA í Suðurárbotnum. Myndirnar tala sínu máli. Fararstjóri var Fjóla Kristín Helgadóttir sem tók eitthvað af myndunum ásamt Helgu Maríu Haraldsdóttur og Þuríðu Helgu Kristjánsdóttur.
Skoða myndir