20220102 Nýársganga FFA 2022
- 3 stk.
- 30.01.2022
Nýársdagsgöngu FFA þurfti að færa aftur um einn dag vegna veðurs. Talsverð ófærð var í nágenni Akureyrar og var því genginn hringur innanbæjar. Roar Kvam var fararstjóri.
Skoða myndirNýársdagsgöngu FFA þurfti að færa aftur um einn dag vegna veðurs. Talsverð ófærð var í nágenni Akureyrar og var því genginn hringur innanbæjar. Roar Kvam var fararstjóri.
Skoða myndirAlls tóku 34 þátt í göngu FFA eftir bökkum Eyjafjarðarár. Gengið var eftir austubakkanum frá Hrafnagili að Kaupangi. Veður var stillt en kalt, um 11 stig frost. Gengnir voru 10 km á 3 klukkustundum. Fararstjóri Ingvar Teitssons og honum til aðstoðar voru vaskir FFA menn. Myndir Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 12. febrúar fór 11 manna hópur á gönguskíðum í Þorvaldsdal. Gengið var í skálann Derri í góðu færi og stilltu veðri. Þangað er um 9 km leið frá Stærra Árskógi. Allt gekk eins og í sögu og tók gangan tæpa sex tíma báðar leiðir með stoppi í skálanum. Áslaug Melax og Fjóla Kristín Helgadóttir, sem var fararstjóri í ferðinni, tóku myndirnar.
Skoða myndirBaugasel á vegum FFA laugardaginn 19. febrúar: 16 manns fóru í gönguskíðaferð í Baugasel. Þægileg ferð í fallegu veðri, svolítið kalt. Fararstjóri var Anke Maria Steinke. Myndirnar tók Árni Ólafssson.
Skoða myndirFerð á vegum Ferðafélags Akureyrar, gengið var frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Eftir smá nestisstopp var haldið niður hlíðina. Snjórinn var vindbarinn og harður og þegar neðar kom var kominn skari en mjúkt undir og erfitt skíðafæri. Allt gekk þetta þó að lokum og eftir heitapott var þetta bara gott ævintýri. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.
Skoða myndirÞann 5. mars var farin ferð á gönguskíðum í Skíðadal. Góð þátttaka var í ferðinni og ferð og færi gott. Fararstjóri var Kristján Hjartarson. Myndirnr tók Marjolijn.
Skoða myndirÞann 9. apríl var gönguskíðaferð að Þeistareykjum. Veðrið og færðin var eins og best var á kosið og þátttaka góð. Sigurgeir Sigurðsson fararstjóri tók þessar frábæru myndir.
Skoða myndirLaugardaginn 30. apríl var fyrirhuguð ferð á Hólafjall í Eyjafirði. Vegna ófærðar þangað var áætlun breytt og gengið á Þinfmannahnjúk og Leifsstaðahnjúk. Gönguvegalengd 10 km og hækkunin 830 m en þrátt fyrir að Leifstaðfell er 724 m hátt þá er landslagið hæðótt þegar upp er komið. Fararstjóri var Þuríður Helga Kristjánsdóttir sem tók myndirnar.
Skoða myndirÞAnn 7. maí var farin fjögurra-skóa ferð á Gerðahnjúk-Skessuhrygg og endað á Blámannshatti. Ferðin gekk vel og hópurinn var heppinn með veður. Fararstjóri var Hermann Gunnar Jónsson. Myndirnar tók Björk Jónsdóttir og Hermann.
Skoða myndirÞann 11. maí var farin fuglaskoðunarferð á vegum barn- og fjölskyldunefndar FFA. Mikil þátttaka var í ferðinni nn og tókst afar vel í góðu veðri við góðar aðstæður við Kristnestjörn. Þeir Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen leiddu þátttakendur í allan sannleika um þá fugla sem sáust en þeir voru fjölmargir. Ennfremur fengu börn og fullorðnir að nota græjurnar þeirra sem eru til fuglaskoðunar. Myndirnar tók Fjóla Kristín Helgadóttir formaður barna- og fjölskyldunefndar.
Skoða myndirFerðin átti að vera um Melrakkasléttu en lítil aðsókn var, kannski vegna þess að sama dag var kosningadagur. Henni var því breytt og farið um Eyjafjörðinn. Fararstjórar voru Jón Magnússon og Sverrir Thorarensen. Myndirnar komu frá Jóni Magg.
Skoða myndirLaugardaginn 21. maí var lagt af stað með rútu frá FFA. Gengið var eftir Brogarsandi og endað við styttuna af Ósmann. Síðan var haldið í göngu um Hegranes. Ferðin var hin besta í alla staði þó útsýni hefði mátt vera meira. Fararstjóri var Ingibjörg Elín Jónasdóttir og myndirnar tók Þorgerður Sigurðardóttir.
Skoða myndirÍ fyrra komust færri að en vildu í ferð út í Málmey og var því sett önnur 2022. Vel bókaðist í þá ferð líka. Fararstjóri var Herdís Zophoníasdóttir.
Skoða myndirÞrátt fyrir lélegt skyggni og útlit fyrir rigningu var lagt af stað í Fálkafell og eins og svo oft áður þá var þetta hin besta ferð. Fararstjóri var Hulda Jónsdóttir sem tók jafnframt myndirnar.
Skoða myndirEkið var vestur í Skagafjörð og fram á Kjálka. Fyrsti áfangi Tyrfingsstaðir þar sem gamli torfbærinn var skoðaður. Þaðan var svo að bænum Gilsbakka þaðan og gengið niður og um gilið heim að bænum Merkigili. Síðan sem leið liggur að Ábæ og kirkjan skoðuð. Farið yfir ána með kláfnum við bæinn Skatastaði. Fararstjóri var Herdís Zophoníasdóttir. Myndasmiður var Svala H. Sverrisdóttir.
Skoða myndirSögu- og menningarferð í Húnavatnssýslu. Ekið var um Blönduhlíð, Viðvíkursveit og til Sauðárkróks um Laxárdal bak Tindastóli og fyrir Skaga með viðkomu við Ketubjörg og í Kálfshamarsvík. Hádegisverður á Skagaströnd. Þaðan er um Refasveit til Blönduóss og gengið út í Hrútey. Fararstjóri var Bragi Guðmundsson.
Skoða myndirVeiðiferði hafa verið vel sóttar í barna- og fjölskylduferðunum. Núna var farið að Nýphólstjörn og höfðu bæði börn og foreldrar gaman af. Fararstjóri var Fjóla K. helgadóttir sem tók líka myndirnar.
Skoða myndirVeðrið lék sannarlega við þátttakendur í þessari ferð. Myndirnar tala ínu máli um ýtsýnið og upplifunina. Fararstjóri var Viðar Örn Sigmarsson og myndirnar tók Kristín Margrét Jóhannsdóttir.
Skoða myndirÁrleg ferð í Bræðrafell og gengið þaðan í Dreka. Fararstjóri var Marjolijn van Dijk. Myndirnar eru teknar af fararstjóra og þátttakendum í ferðinni.
Skoða myndirAð þessu sinni var ferðin fámenn, margir hættu við vegna veðurútlits en þegar upp var staðið brást veðrið ekki. Ferðin var hin besta í alla staði. Fararstjóri var Einar Bjarki Sigurjónsson og honum til aðstoðar var Þuríður Helga Kristjánsdóttir sem tók myndirnar.
Skoða myndirÞessi ferð átti að vera frá Nípá í Náttfaravíkur en því var breytt. Farið ar niður með Skjálfandafljóti. Ekki virðist það hafa verið síðri ferð ef marka má myndirnar sem Ingimar Árnason annar fararstjóranna tók. Hinn fararstjórinn var Stefán Sigurðsson.
Skoða myndirLaxárdalur er eyðidalur þar sem sagan er við hvert fótmál. Fararstjórinn sem þekkir vel til sagði sögur af mönnum og byggð í dalnum en nokkur byggð var í dalnum fram á síðustu öld. Eftir göngu var komið við í Kúskerpi. Fararstjóri var Þorlákur Axel Jónsson. Myndirnar tók hann og Þorbjörg Þorsteinsdóttir.
Skoða myndirGönguferð um Öskjuveginn stendur alltaf fyrir sínu. Þetta árið var engin undantekning. Fararstjóri var Guðlaug Ringsted. Flestar myndirnar tóku Jóna Ólafsdóttir og Helgi Sigurðsson.
Skoða myndirEkið var yfir Lágheiði. Gengið eftir kindagötum inn að vatninu sem er falin náttúruperla sem ekki margir þekkja. FArarstjóri var Una Sigurðardóttir. Myndirnar tók Kristín Margrét Jóhannsdóttir.
Skoða myndirRaðganga: Gengið í fótspor Helgu Sörensdóttur Helga Sörensdóttir var fátæk alþýðukona, fædd 1859 og dáin 1961. Helga bjó víða s.s. í Kaldakinn, Reykdælahreppi, Náttfaravíkum og Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu. Á allri sinni ævi fór hún einungis einu sinni út fyrir þetta svæði, þá til kirkju að Laufási við Eyjafjörð. Jón Sigurðsson frá Yztafelli skráði sögu Helgu. Hann valdi hana sem fulltrúa allra þúsundanna sem gleymast og ævikjör hennar voru dæmigerð fyrir fólk í sveitum landsins á þessum tíma. Ferðafélag Akureyrar efndi til raðgöngu í fjórum áföngum á slóðir Helgu Sörensdóttur þar sem saga hennar var rakin. Fararstjórar voru Erla Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson. Fyrsta ferðin var farin 10. júlí, yfirlits- og kynningarganga. Á leiðinni var horft yfir nánast allt „sögusviðið“ og sagt frá ævi Helgu og ævisöguritaranum Jóni Sigurðssyni. Jón Sigurðsson yngri sem núna býr á Ystafelli tók á móti hópnum og sagði frá. Önnur ferðin var farin 6. ágúst og var þá gengið frá Bjargkrókum að Ófeigsstöðum í Kaldakinn, horft var yfir til Náttfaravíkur þar sem Helga bjó sem barn. Hlöðver Pétur bóndi á Björgum fræddi þátttakendur um nánasta umhverfi og skriðurnar miklu sem féllu heim á tún á Björgum í október 2021. Síðan var gengið eftir innansveitarveginum suður Kaldakinn að kirkjustaðnum Þóroddsstað, en þar var Helga Sörensdóttir jarðsungin. Á leiðinni var rifjuð upp vist Helgu á bæjum í Útkinn. Þriðja ferðin var farin 21. ágúst frá Ófeigsstöðum að Helgastöðum í Reykjadal. Gengið var upp skógi vaxna brekku að tóftunum af Fossseli en þar átti Helga Sörensdóttir heima í 11 ár. Síðan var gengið yfir Fljótsheiði. Komið var niður af heiðinni rétt norðan Helgastaða í Reykjadal en þar gekk Helga til spurninga og endaði gangan við Helgastaði. Síðasti áfanginn var svo genginn 28. ágúst frá Helgastöðum að Ljósavatni. Gengið var yfir Fljótsheiðina að Fosshóli og áfram að Þorgeirskirkju þar sem kirkjan var skoðuð.
Skoða myndirBarna- og fjölskylduferð í Lamba. Ferðin átti að vera strax eftir verslunarmannahelgi en vegna veðurs var henni seinkað um viku. Börn og foreldrar gengu inn Glerárdal í blíðskapar veðri, gist var eina nótt. Leikið, spilað og sungið áður en lagst var til hvílu. Gengið til baka daginn eftir. Börnin stóðu sig einstaklega vel í alla staði og er fyrirhugað að endurtaka ferðina að ári. Fararstjóri var Jónína Sveinbjörnsdóttir. Myndirnar tók Hulda Jónsdóttir.
Skoða myndirFrekar fámennt var í þessa ferð, aðrins foreldrar með eitt barn, fararstjóri og hundurinn hennar fékk því að fylgja með. Fararstjóri var Herdís Zophoníadóttir.
Skoða myndirÍ fyrsta skipti en vonandi ekki það síðasta tók FFA þátt í Akureyrarvöku með því að bjóða upp á gönguferð fyrir þá sem vildu að Steinmönnum. Þáttakan hefði mátt vera betri en veðrið lék við þátttakendur sem mættu. Fararstjóri var Herdís Zophoníasdóttir sem tók líka myndirnar.
Skoða myndirBoðið var upp á ferð um Svarfaðardal fyrir eldri félaga í FFA. Miðað var við 65 ára og eldri. Ferðin var ágætlega sótt og var farið með rútu um Svarfaðardal undir leiðsögn Kristjáns E. Kjartarsonar. Myndirnar tók Þorgerður Sigurðardóttir.
Skoða myndirÞuríður Helga Kristjánsdóttir fór með þátttakendur að Skeiðsvatni þar sem þau nutu kyrrðarinnar á göngu og gáfu sér frið í nútvitundaræfingar sem miðar að því að dýpka upplifun þátttakenda.
Skoða myndirJarðfræði og hraunmyndanir við Kröflu. Gengið að Hreindýrahól og útsýnis notið af hólnum. Þaðan að Sandmúla og að Kröfluhrauni norðan hans og vestan og farið um gíga og hraunið frá 1980 sem eru litríkt og með mikilfenglegum hraunmyndunum. Fararstjóri Þoroddur Þóroddsson. Myndirnar tók Margrét Kristín Jónsdóttir.
Skoða myndirJökulsárgljúfur að hausti til er ferð sem FFA hefur farið af og til í gagnum árin. Hún svíkur engan eins og myndirnar sýna. Fararstjóri var Guðlaug Ringsted sem tók myndirnar.
Skoða myndirSíðasta ferð ársins var farin 1. október. Frekar fámennt enda rigning og þoka. Það var svo ekki reyndin þegar komið var inn í Sölvadal en þar var léttara yfir og le´tti enn ferkar til þegar leið á daginn. Fararstjóri var Njáll Kristjánsson. Myndirnar tók.
Skoða myndir