- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Árið 2021 byrjaði Ferðafélag Akureyrar með skipulagðar barna- og fjölskylduferðir og tókst vel. Á ferðaáætlun 2024 eru sjö ferðir þar af tvær þar sem gist verður. Ferðirnar eru sniðnar að þörfum barna og farnar á þeirra forsendum. Gengið er út frá að börnin séu í fylgd með foreldrum eða öðrum forsjáraðilum.
Ferðatími sem gefinn er upp er aðeins viðmið, tíminn fer alltaf eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.
Allir eru velkomnir í barna- og fjölskylduferðir FFA árið 2024 og ekkert þátttökugjald nema í ferðum þar sem gist er. Þátttakendur þurfa að skrá sig og börnin í ferðirnar. Skráningarhnappur er við hverja ferð og við viðburði fyrir ferðina.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen
Það er alltaf gaman að fara í fuglaskoðunarferð með þeim Jóni og Sverri. Þeir vita allt um fuglana og vita hvar er finna hinar ýmsu tegundir þeirra. Gert er ráð fyrir að ferðin taki 1 - 2 klst.
Gott er að taka með sér sjónauka og skriffæri því það getur verið gaman að skrá niður þær fuglategundir sem maður sér.
Þátttaka ókeypis.
Mæting kl. 17 við Kjarnakot í Kjarnaskógi.
Fararstjórn: Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Fótgangandi fjarsjóðsleit þar sem farið er eftir hnitum til að finna fjársjóði sem aðrir hafa falið í skóginum. Gott að vera búin að sækja Geo caching appið. Þeir sem vilja geta tekið með sér ,,smáfjársjóði” (t.d. legókalla eða annað smádót) og skipt þeim út fyrir nýja í fjársjóðskistunum. Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 1 klst.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir og Hjörvar Jóhannesson
Ekið er fram Eyjafjörð að austanverðu að Öngulsstöðum. Þar er beygt til vinstri og ekið eftir malarvegi að bílastæði við sumarbústað. Gengið er eftir stikaðri leið að vörðunni á Haus sem er fyrsti áfanginn þegar gengið er á Staðarbyggðarfjall. Gangan er nokkuð á fótinn en greiðfær. Þaðan er frábært útsýni og gaman að njóta með börnum á fallegu sumarkvöldi.
Vegalengd er um 3,3 km. Gönguhækkun 270 m.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Gyða Njálsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Ekið á einkabílum að Skeiði í Svarfaðardal. Gengið er fram að Skeiðsvatni eftir slóða. Gengið um í nágrenni vatnsins og náttúra dalsins skoðuð. Gaman getur verið að sulla í læk og vatni, þess vegna ástæða til að taka með auka sokka og handklæði.
Vegalengd um 8 km. Gönguhækkun: 190 m.
Gera má ráð fyrir að ferðin taki 5 - 6 klst.
Þátttaka ókeypis.
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Ekið í Svartárkot í Bárðardal. Þaðan er gengið eftir bílslóða í Suðurárbotna í skálann Botna þar sem verður gist eina nótt. Daginn eftir er gengið til baka sömu leið í Svartárkot. Í Suðurárbotnum er ævintýralegt umhverfi með mörgum litlum tjörnum. Þó leiðin sé nokkuð löng er hún auðveld yfirferðar. Hér eru upplýsingar um skálann.
Verð: 4.500 / 6.500 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Innifalið: Gisting í eina nótt fyrir einn fullorðinn og börn og fararstjórn.
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Skoðum fjölbreytilegt lífríki fjörunnar, smádýr, þörunga og fuglalíf, klifrum í klettum og sullum í læk. Munum eftir góðum skóm og nesti. Nánari staðsetning kemur síðar en verður í nágrenni Akureyrar.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 2 klst.
Þátttaka ókeypis.
Fararstjórn: Barna- og fjölskyldunefndin
Í tilefni að hrekkjavöku verður boðið upp hrekkjavökugöngu í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Gengið verður um Kjarnaskóg í rökkrinu og aldrei að vita nema að sjáist til einhverra kynjavera. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í búningi. Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með sér góða skapið.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 2 klst.
Þátttaka ókeypis.