20240101 Nýársganga
- 3 stk.
- 06.04.2024
Fyrsta skíðagönguferð ársins var farin 3. febrúar. Góð þátttaka var í feðrinni. Fararstjóri var Arnaldur Haraldsson.
Skoða myndirArnaldur Haraldsson fór með dugnaðarforka í skíðagöngu á Vaðlaheiði. Ferðin var krefjandi en gekk vel og allir glaðir þegar þeir voru búnir með þetta erfiði. Myndirnar tók Halldóra B. Skúladóttir.
Skoða myndirSkíða í Skíðadal þann 10. febrúar með Kristjáni E. Hjartarsyni. Ferðin gekk vel, góð þátttaka, gortt veður og ágætis skíðafæri. Myndirnar tóku ýmsir þátttakendur og fararstjóri.
Skoða myndirTil margra ára hefur Ingvar Teitsson verið fararstjóri í þessari ferð. Hún er alltaf vinsæl eins og sést á myndunum sem Ingvar tók.
Skoða myndirHalldór Snæbjörnsson tók að sér að leiða skíðgöngufólk frá FFA um Kröflusvæðið. Ferðin tókst vel. Myndirnar tóku Rebekka og Vilborg sem voru þátttakendur í ferðinni.
Skoða myndirIngvar Teitsson leiddi hóp fólks frá FFA upp á Fljótsheiði. Þátttakendur voru afar ánægðir með ferðina og þann fróðleik sem það fékk í ferðinni. Ingvar tók myndirnar.
Skoða myndirÞessi ferð hefur FFA farið nokkrum sinnum. Núna tók Þóroddur Þóroddsson að sér að vera fararstjóri. Ferðin gekk vel í alla staði og og voru þátttakendur komnir fyrr heim en áætlað var sem segir okkur að þarna hafi verið öflugur hópur á ferð. Myndirnar tóku Kristín Björnsdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir.
Skoða myndirLaugardaginn 6. apríl fór 25 manna hópur af stað í skíðagöngu upp á Heljardalsheiði. Ferðin gekk vel og var stoppað í skálanum Helju til að fá sér hressingu. Þá fór að hvessa og dreif hópurinn sig því af stað. Vel gekk til baka þó svo lítið skyggni væri. Allir voru alsælir eftir ferðina. Fararstjóri var Kristján E. Hjartarson. Myndirnar tóku nokkrir þátttakendur og fararstjóri.
Skoða myndirLaugardaginn 13. apríl fór átta manns auk fararstjóra í skíðagöngu í skálann Mosa í Böggvisdal. Ferðin gekk vel, færið got og ágætis veður. Myndirnar tóku þær Þorbjörg Jónsdóttir og Rebekka Kühnis.
Skoða myndirFerð sem átti að vera laugardaginn 27. apríl vær færð til sumardagins fyrst 25. apríl. Það er skemmtileg nýbreytni að fagna sumri á þennan hátt. Að vísu voru aðeins fimm þátttakendur en engu að síður góð ferð í skemmtilegum hópi. Færðin var nokkuð góð til göngu og veðrið flokkaðist undir að vera gott gönguverður. Fararstjórar voru hjónin Bernard Garritsma og Bóthildur Sveinsdóttir og tók Bernard myndirnar.
Skoða myndirVel heppnuð skíðaferð í Laugafell var farin helgina 3. - 5. maí. Tæplega 80 km gengnir á einni helgi og umtalsverð hækkun og lækkun. Margir krókar vegna snjóleysis en allt gekk vel, enda hópurinn samstilltur. Hér koma nokkrar myndir frá þátttakendum og fararstjórum sem fanga veður og stemmningu. Myndirnar tóku Aðalsteinn, Halldór, Halldóra, Hafdís, Rebekka og Selma.
Skoða myndirÞessi ferð er að verða að árlegum viðburði hjá FFA og verður alltaf vinsælli og vinsælli. Þeir félagar Jón Magg og Sverrir leiddu hópinn inn að Krsitnestjörn þar sem hægt er að skoða margar fuglategundir. Eins og sjá má skein áhuginn úr andliti bæði barna og fullorðinna. Myndirnar tók Fjóla K. Helgadóttir.
Skoða myndirGóð þátttaka var í rútuferð um Melrakkasléttu og víðar til að skoða fugla. Komið var við hjá Mývatni-Brekku-Kópaskeri-Núpskötlu-Rauðanúpi-Harðbak-Ásmundarstöðum-Heimskautsgerðinu-Raufarhöfn. Stoppað var á hinum ýmsu stöðum og farið út til að skoða fugla í ,,teleskópum“ og kíkjum. Sumt var skoðað úr bílnum. Þetta var hin skemmtilegasta ferð þó löng væri og sáu þátttakendur 43 fuglategundir. Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen voru fararstjórar. Myndirnar sem birtast tóku Sigurgeir Haraldsson, Brynjar Gylfason og Ásta Margrét.
Skoða myndirÁ kosningadaginn 1. júní, lagði 25 manna hópur af stað upp á Staðartunguháls og gekk alla leið að Hrauni í Öxnadal. Veðrið stríddi okkur aðeins, talsverður mótvindur var og rigning á köflum. En gleðin var við völd og hópurinn einstaklega hress og skemmtilegur. Útsýni var nokkurt og leiðin falleg. Það var ljúft að komast í heita sturtu og skunda svo á kjörstað eftir hressandi gönguferð. Fararstjóri var Brynhildur Bjarnadóttir sem sendi okkur myndirnar sem fylgja.
Skoða myndirÞann 15. júní stóð til að fara Laufásstrandartindana fjóra. Þar sem hret hafði komið óvenju seint þetta vorið þá var talsverður snjór í giljum á þessum slóðum. Hulda Jónsdóttir fararstjóri hafði kannað aðstæður áður og eftir þá ferð var ákveðið að fara aðeins á tvo eða þrjá tinda og geyma fjórða tindinn þar til síðar. Vaskur sjö manna hópur lagði því af stað með Huldu um morguninn og gekk allt vel og urður þau ekki fyrir vonbrigðum með útsýnið og ferðina. Myndinrar tók Hulda.
Skoða myndirGönguvika FFA var fyrirhuguð dagana 18. - 22. júní. Veður var frekar risjótt og því þátttaka ekki mikil í nokkrum ferðum og tvær felldar niður. Hér koma nokkrar myndir úr þeim ferðum sem farnar voru. Flestar eru frá fararstjórum ferðanna. Fyrsta ferðin var Gásir-Skipalón. Önnur ferðin var, sólstöðuganga í Hrísey. Þriðja ferðin var, Upp með Hrappsstaðaá.
Skoða myndirVel heppnuð ferð á Elliða í Hjaltadal í Skagafirði. Góð þátttaka, gott veður og frábært útsýni inn í dali og til allra átta eins og sést á myndunum hennar Unu Þóreyjar Sigurðardóttur fararstjóra.
Skoða myndirFarið var í Krepputungu og Sönghofsdal. Lagt var af stað frá FFA á laugardegi og gengið á sunnudegi í þriggja stiga hita en komið til baka í einum 15 gráðum. Fólk gisti í Möðrudal. Fararstjóri var Ingvar Teitsson. Myndirnar eru frá honum og Þorgerði Sigurðardóttur.
Skoða myndirLangt var síðan skipulögð ferð á Torfufell hefur verið hjá FFA og því tími til kominn. Arnar Bragason fór með vaskan hóp þangað 13. júlí og tókst ferðin vel þó svo veðrið hefði mátt vera betra. Myndirnar sem fylgja tók Arnar fararstjóri.
Skoða myndir