Fréttir

Smíði Nýja-Lamba gengur vel

Áfram var haldið með smíði Nýja-Lamba laugardaginn 1. feb. 2014. Smellið á MYNDIR og síðan á \"Bygging Lamba\" til að fylgjast með framgangi verksins.

Bakkar Eyjafjarðarár. Skíðaferð

1. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.

Miðhálsstaðarháls. Gönguferð (fjall mánaðarins)

Þorraferð í Fjallaborg. Skíðaferð

Smíði Nýja-Lamba

Byggingu Nýja-Lamba var haldið áfram laugardaginn 25. jan. 2014. Smellið á MYNDIR og svo á \"Bygging Lamba\" til að sjá hvernig verkinu miðar.

Eitt fjall á mánuði

Áskorunin \"Eitt fjall á mánuði\" hófst i dag með göngu á Leifstaðahnjúk. 24 mættu í gönguna göngufæri og veður var eins og best verur á kosið í svona vetrargöngu. Myndir eru komnar inn á myndasíðu

Smíði Nýja-Lamba miðar vel áfram

Dagana 11. og 12. jan. 2014 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Lokið var við að smíða einingar í stafna og veggi. Einingarnar voru festar niður á undirstöður skálans og skrúfaðar saman. Þá var sperruvirki smíðað ofan á veggina og unnið við frágang á gólfi. Einnig var unnið við lektur undir aluzink klæðningu utan á veggjum skálans. Smellið á MYNDIR og síðan á \"Bygging Lamba\" til að sjá myndir af framkvæmdinni.

Nýársdagsganga FFA 2014

FFA efndi til gönguferðar á nýársdag, 1. jan. 2014. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um ferðina.