- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Umsagnir úr ferðum:
Herðubreiðarlindir-Bræðrafell-Askja 2024:
Það er alltaf gaman þegar eitthvað kemur manni á óvart. Þegar ég ákvað að fara í Bræðrafellsferðina með Ferðafélagi Akureyrar bjóst ég við góðri fararstjórn og skemmtilegum ferðafélögum og göngu yfir hraunbreiður með útsýni til Drottningarinnar, Herðubreiðar. Þetta gekk allt eftir. En til viðbótar kom mér tvennt mjög á óvart. Hið fyrra var hversu einstakt Bræðrafellið var. Frá skálanum sjást drangar (bræðurnir) sem fellið dregur nafn sitt af en þegar gengið er kringum fellið koma í ljós margir fleiri “bræður” sem breytast eftir sjónarhorninu. Þarna má finna furðulega karla og kerlingar, jafnvel fíl ef vel er gáð. Hið seinna var að upplifa þessa djúpu öræfakyrrð. Við vorum þarna í logni svo engin veðurhljóð heyrðust. Þögnin var algjör! Ólýsanlega dýrmæt upplifun.
Elín Sigurbjörg Jónsdóttir