Fréttir

Opið hús 4. nóvember: Gönguferð að fjallabaki frá Holtavörðuheiði í Bakkasel

Á opnu húsi næstkomandi fimmtudag 4. nóvember kl. 20 mun Ingvar Teitsson segja frá gönguferð sem leið liggur frá Holtavörðuheiði og austur á Öxnadalsheiði. Þjóðveginum var ekki fylgt í þetta skipti heldur var gengin nokkurn veginn bein lína milli þessara tveggja heiða. 

Það er örugglega afar sjaldgæft að þessi leið sé gengin - en það gerðu þrír Þjóðverjar á níu dögum í ágúst 2010. Þeir tóku mikið af myndum og fengu alls konar veður. Ingvar mun sýna nokkrar af myndum þeirra og segja frá ferðinni og hvað þeim fannst um svæðið.

Harðarvarða

Á brún Hlíðarfjalls í 1160m hæð stendur nú hin reisulega Harðarvarða 5 metrar að hæð.
10. 10. 2010 var aldeilis frábær dagur til að kíkja þarna uppeftir og  nýttu margir sér góða veðrið og upp úr hádegi voru 20 manns búnir að skrifa í gestabókina.

Skálar lokaðir

Frá 26.september 2010 eru skálarnir í Dreka, Herðubreiðarlindum og Laugafelli lokaðir.
Lykla er hægt að fá hjá Friðfinni Gísla Skúlasyni, sími: 8967606.

Lokunarferð í Dreka

Myndir úr ferðinni

Vígsla í Laugafelli og Sviðamessa

Myndir úr ferðinni

Bægisárdalur - Glerárdalur

Sjá myndir r