20120101 Nýársganga 2012
- 6 stk.
- 01.01.2012
Nýársgangan 2012. Gamla leiðin yfir Eyjafjarðarbrýrnar var gengin. Snjór var yfir öllu og smá él svo ekki sá til fjalla, annars gott veður og gott göngufæri. Fararstjóri var Grétar Grímsson.
Skoða myndirNýársgangan 2012. Gamla leiðin yfir Eyjafjarðarbrýrnar var gengin. Snjór var yfir öllu og smá él svo ekki sá til fjalla, annars gott veður og gott göngufæri. Fararstjóri var Grétar Grímsson.
Skoða myndirNaustaborgir Hvammsland. Laugardaginn 7. janúar 2012 var farin skíðaferð um Naustaborgir. Genginn var stígur sem liggur upp undir kletta rétt neðan við Gamla. Þaðan var farið suður í Hvammsland og svo aftur tilbaka eftir stíg sem liggur um Hvammsland. Sjá kort. Gott veður var gott skíðafæri og skógurinn eins og jólakort.
Skoða myndirLaugardaginn 4. febrúar var farin ferð upp á Súlumýrar. Undanfarna viku hefur verið hláka og geysilega mikill snjór horfið. Í dag er komið smá frost svo ekki var búist við að færið væri gott, og það sem verra var, enginn var skráður í ferðina, en fararstjórinn mætti og það urðu á endanum sex sem fóru. Endilega að muna að skrá sig svo ferðir falli ekki niður að ástæðulausu. Þegar uppeftir var komið hafði snjóað örlítið í nótt og breytti það öllu. Úr varð hin skemmtilegasta ferð með óvæntum uppákomum, en látum myndirnar tala. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson
Skoða myndirFFA efndi til þorrablótsferðar í Fjallaborg við Rauðuborgir 11. - 12. feb. 2012. Ekið var á einkabílum austur á Mývatnsfjöll og gengið þaðan á skíðum um 8 km suður í Fjallaborg. Veður var gott en skíðafæri hart. Farið var í kvöldgöngu að skoða tvo eldri kofa við Rauðuborgir. Síðan var haldið þorrablót með söng, upplestri, leikjum, áti og drykk um kvöldið. Daginn eftir var gengið sömu leið norður að þjóðvegi eitt. Veður var þá ágætt, hlý suðvestan gola og sól annað veifið. Þátttakendur voru 10, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 18. febrúar var farin gönguferð upp að Skólavörðu. Gengið var eftir stikaðri leið frá Værðarhvammi til suðurs upp fyrir Bæjarkletta (Veigastaðakletta) og þaðan í norðaustur að Skólavörðunni. Sama leið var svo gengin til baka. Heimildir herma að nokkrir nemendur Menntaskólans á Akureyri hafi reist Skólavörðuna árið 1932. Veður var gott; bjart yfir lengst af, svolítið kalt en vind hreyfði varla. Göngufæri var þokkalegt. Eitthvað hafði dregið í skafla eftir snjókomu síðustu daga en þess á milli mátti ganga á hjarni eða á auðu. Farastjóri var Einar Brynjólfsson
Skoða myndirGengið var frá Skíðastöðum út hlíðina út að Sjónarhól. Síðan átti að vera þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla og fara í heita pottinn. En þessu var öllu snúið á hvolf að vösku fylgdariði sem leist ekki vel á niðurferðina á hjarninu. Ákveðið var að ganga á Kistu og Litlahnjúk. Þegar það var búið var ákveðið að fara niður í Krossastaðadal og upp að Harðarvörðu. Ferðin niður í dalinn var ekki auðfarin hjarn og snarbratt, en þegar niður í dalinn kom var færið nokkuð gott og þá hurfu valkyrjurnar í hópnum upp dalinn án þess að líta til baka. Allir komust þó að lokum upp að Harðarvörðu. En nú var að komast niður af fjallinu og ekki leist nú öllum vel á þegar við komum að þar sem vegslóðin átti að vera upp fjallið þar blasti við snarbrött hlíðin. En niður komumst við með þolinmæðinni. Léttu ferðinni með afslöppun í heita pottinum var sem sé breytt í þrælerfiða fjallgöngáskorun og niðurferð í snarbröttum snjó. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Skoða myndirLagt var af stað frá bílastæði kl 10:30 við uppgöngu á Súlur. Veður var mjög gott stillt og hiti við frostmark. Spurning var hvort taka ætti efri eða neðri leið inn í Lamba þar sem lítill snjór var í Glerárdal. Ákveðið var að fara efri leiðina upp að Súlurótum þaðan var gengið í áttina að Lambárdal. Þegar að gilinu kom þurfti að fara upp með þvi til að finna leið yfir. Þegar yfir var komið var greið leið í Lamda þar sem tekið var upp nesti og hvílst eftir erfiða ferð þar sem skíðafærið var afleitt. Sérstaklega þar sem þetta átti að vera einnar skóa ferð. Gengin var hefðbundin stikuð gönguleið til baka, með von um léttari heimferð sem reyndist þó ekki vegna snjóleysis og skara í snjónum. En allt fór þó vel að lokum og var komið heim rétt fyrir kl. 20:00. Í ferðina fóru átta hörkukarlar og var Stefán Stefánsson fararstjóri og myndasmiður auk Randvers Gunnarssonar
Skoða myndirEkið var að Skíðastöðum og haldið af stað þaðan kl. 9:30 í logni og skýjuðu veðri. Gönguleiðin lá um Mannshrygg upp á Hlíðarfjall. Uppi á fjallinu var logn og göngufæri sæmilegt en snjór ósléttur og oft stigið niður úr skelinni. Stoppað var við Harðarvörðu þar sem nestið var snætt. Mjög gott útsýni var vestur yfir Tröllaskaga og var að birta í lofti. Nú var stefnt á austurenda Bungu og gengið upp sléttan og vindbarinn nýsnjó uns komið var á toppinn um kl. 14 þar sem Strýta blasir við í vestri og útsýni inn yfir Glerárdalinn. Í bakaleiðinni var gengið á Blátind og var þá farið að dimma yfir og byrjað að snjóa í logni og var orðið nokkuð dimmt þegar við komum að bílunum kl. 17:25. Fararstjóri og myndasmiður: Grétar Grímsson
Skoða myndirDraflastaðafjall. Ákveðið var með samþykki allra að sleppa skíðum vegna harðfennis. Ekið var að bílaplaninu í Víkurskarði. Þaðan var haldið af stað kl 9.30. Með vindinn í bakið var gengið að austurbrún fjallsins, sáum við þaðan inn í Flateyjardal. Töluverður vindur var enn skyggni þokkalegt. Gengum síðan suður á Einbúa og Einbúalæk. Góð ferð með góðum hóp. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson.
Skoða myndirÞað var frekar þungbúið veður og dimmt yfir þegar fjórir fjallgöngumenn voru mættir á FFA til göngu á Hleiðargarðsfjall eða Hólafjall. Ekið var áleiðis fram í fjörð og ákveðið að ganga á Hólafjall þar sem bjartara var yfir og fjallið nokkru lægra en Hleiðargarðsfjallið. Lagt var af stað um kl 9 í logni frá Þormóðsstöðum og gamla Hólafjallsveginum fylgt upp á fjallið. Þegar upp var komið var vægt frost og smá gjóla úr austri og að mestu snjór á fjallashryggnum. Eftir að hafa borðað nestið var haldið áfram til suðurs upp að vörðunni þar sem fjalls-sléttan blasir við til suðurs. All gott útsýni var til vesturs yfir Hólavatn og bæina í kring en þétt ský lágu yfir fjöllunum að vestan. Til baka var vegslóðin gengin niður að Þormóðsstöðum og komið þangað kl. rúmlega 13 og ekið heim á leið. Fararstjóri og myndasmiður: Gréter Grímsson
Skoða myndir20 manns mættu í hina árlegu 1. maí göngu FFA á Súlur. Gengin var hefðbundin leið. Snjólítið var á Mýrunum en eftir það var gengið á snjó alla leið á toppinn. Bálhvasst var í byrjun göngunar en lægði þegar leið á daginn. Þrír í hópnum voru að fara sína fyrstu ferða á Ytri-Súlu og fjórir í sína fyrstu ferða á Syðri-Súlu. Prýðileg ferð í góðum félagsskap. Fararstjóri og myndatökumaður var Konráð Gunnarsson.
Skoða myndirÞað voru aðeins þrír sem fóru í þessa mögnuðu ferð á Kaldbak. Ferðinni var frestað um einn dag vegna veðurs. Til að byrja með gengu yfir éljabakkar en eftir því sem á daginn leið batnaði veðrið. færið var eins og best er á kosið laus snjór ofan á þéttum snjó. Ferðin upp tók aðeins tvo og hálfan tíma aðallega út af því að Grétar var að prófa skinn og mátti ekkert vera að því að stoppa. Á niðurleiðinni fórum við niður í Grenjárdal og enduðum upp á Þröskuldi og sáum niður í Trölladal, Síðan tók við ein löng salíbuna niður allan dalinn að bílnum. Þið misstuð af miklu sem slepptuð þessari ferð.
Skoða myndirÍ ferðina fóru Frímann Guðmundsson, Ari Fossdal, Ingibjörg Ólafsdóttir, Brynleifur Ingimarsson, Óskar Þór og Ingimar Árnason. Gengið var frá Skíðastöðum upp Hlíðarhrygg á Hlíðarfjall. Þaðan var farið upp á Blátind meðfram Bungu og alla leið á topp Strýtu. Veður var eins og best er á kosið logn og sól annað slagið. Síðan var stefnan tekin á Harðarvörðu og sest niður og fengið sér að drekka. Niðurferðin gekk vel þótt bratt væri snjórinn mjúkur og lítilhætta á að fara á flug. Fararstjóri var Frímann Guðmundsson og myndasmiðir Ingimar Árnason og Frímann.
Skoða myndirFuglaskoðun í Mývatnssveit. Árleg fuglaskoðunarferð FFA var að þessu sinni farin 19. maí í Mývatnssveit. Veður var gott, sólskin en frekar kalt. Ferðin hófst með því að litið var á fugla á Leirunni við Pollinn, en síðan var ekið rakleitt að Ljósavatni þar sem nokkrar tegundir bættust við. Í Mývatnssveit var stoppað við Álftabáru og Stakhólstjörn og síðan var farið að Höfða. Eftir að nesti hafði verið snætt gengum við um Höfðann og þar sáum við m.a. himbrima kafandi nánast við fæturna á okkur. Fuglasafn Sigurgeirs var næst heimsótt og við safnið sáum við m.a. gargandarpar og fylgdumst með álft á hreiðri í myndavél safnsins. Í ferðinni sáust alls tæplega 40 tegundir fugla. Þátttakendur auk tveggja fararstjóra voru 13 talsins. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen Myndasmiður Guðmundur Tulinius.
Skoða myndirLagt var af stað frá Akureyri kl 8 að morgni laugardagsins 2. júní í heiðskýru veðri. Ekið var sem leið liggur út Eyjafjörðinn og beygt inn í Svarfaðardal rétt áður en komið er til Dalvíkur. Ekið var um tvo km inn dalinn en þá er komið að bænum Hofsá þar sem gangan hófst. Gangan upp á Hvarfshnjúk gekk vel og vorum við komin á toppinn rétt fyrir hádegi og þvílíkt útsýni, heilu fjallasalirnir. Eftir hressingu og smá stopp var stefnan tekin á Snækoll og farið suður fyrir Hádegishnjúk. Enn batnaði útsýnið hvert sem litið var dalir og fjöll. Síðan var varið norður Rimar og niður rétt sunnan Messuhnjúks, en látum myndirnar tala. Frábær ferð. Fararstjóri var Viðar Sigmarsson. Myndasmiður Frímann Guðmundsson.
Skoða myndirGengið var um Vaðlareit endilangan. Síðan farið yfir þjóðveg eitt og niður í fjöru. Skógrægtarfélag Eyfirðinga á heiðurinn að Vaðlareit og á sínum tíma var þetta því alrei hafði verið stofnað til skógræktar á jafnstóru skóglausu svæði. Plantað á árunum 1937-65. En nú þyrfti að fara í átak og laga stíga, gróðurinn er að loka stígunum.
Skoða myndirEkið var sem leið liggur upp í Hlíðarfjall upp í Skíðastaði. Gengið var upp með Fjarkanum upp veginn. Tekið var smá stopp við Strýtu og genginn vegslóðinn alveg upp á Mannshrygg. Efsta brekkan upp á Mannshrygginn var erfið þar sem snjórinn var orðinn að hjarni og mjög vont að búa til spor, en allt hafðist þetta með hægðinni og þrautseigjunni. Þegar upp var komið var gengið suður fjallið að Harðarvörðu og þeir sem taka þátt í leiknum okkar stimpluðu í kortið sitt. Veðrið var eins og verið hefur í gönguvikunni heiðskírt og logn. Þessi vaski hópur sem dreif sig í kvöldgöngu fékk því mikið fyrir erfiðið, útsýni upp á öræfi og til hafs.
Skoða myndirFjórða ganga í gönguvikunni var ganga á Skólavörðu á Vaðlaheiði. Veður var bjart eins og verið hefur og gott gönguveður. Farið var eftir stikaðri leið alla leið upp að vörðu. Þar var farið að simpla í gríð og erg þar sem þetta er einn af stöðunum í leik sem FFA er með "Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar" Ferðin gékk vel í alla staði. Fararstjóri var Roar Kvam og Frímann Guðmundsson tók myndir.
Skoða myndir12 manns lögðu af stað frá skrifstofu FFA kl 8 laugardaginn 16. júní 2012. Keyrt var að Koti í Svarfaðardal og þaðan gengin sem leið lá inn Vatnsdal og inn fyrir vatnið. Þaðan farið upp í Bótskál. Úr Bótskálinni var gengið á snjó upp á topp Kotafjalls. Stoppað var í góða stund á fjallinu og útsýnið dásamað. Ákveðið var að fara ekki sömu leið til baka heldur fundin önnur leið. Farið var niður snjóskafl sem náði niður allt fjallið. Varð þetta hinn mesta skemmtiferð á rassinum eða fótskriðu. Góð ferð með hressu fólki. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson
Skoða myndir14 göngumenn mættu á gamla Múlaveginn rétt ofan við Brimnes kl. 19:45. Veðrið var frábært. Logn, heiðskírt og sólin baðaði okkur. Það var snjór í giljunum og við krusuðum okkur upp á fremsta kollinn. Þar var setið góða stund og horft yfir Fossdalinn og Hvanndalabjargið sem sólin gægðist yfir í logninu. Við vorum uppi á Múlakollunni sjálfri kl. 24:00 og útsýnið var frábært. Við sátum þar í sólinni góða stund og nutum nestisins. Allir voru mjög hressir með ferðina og stóðu sig vel. Hópurinn staldraði við smá stund á planinu innan við gangnamunnann. Þar tókum við lokamyndir og kvöddumst eftir frábæra ferð með FFA á Múlakolluna.
Skoða myndirÍ ferðina á Miðhyrnu og Hamarshyrnu fóru 10 manns. Gekk ferðin vel í alla staði. Veður gott og útsýnið magnað. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson.
Skoða myndirAlls fóru 13 manns auk fararstjóra í Þormóðsstaðagil. Lagt var af stað frá skrifstofu FFA kl 7 og keyrt inn Sölvadal. Gengið niður norðan við gilkjaftinn og vaðið yfir ánna sem gekk vel með góðri hjálp, síðan gengið inn að fossi eftir að hafa vaðið ánna aftur. Mikið var myndað og gilið dásamað fyrir allskonar kynjamyndir sérstaklega Fossbúinn við hliðina á fossinum. Fórum á heimleiðinni að skoða heimarafstöð Eyvindarstaða og Draflastaða. Góð ferð í góðum félagsskap. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson.
Skoða myndir10 manns fóru í ferðina Siglufjarðarskarð - Strákar. Gangan hófst við Skíðaskálann í Skarðsdal. Í byrjun var þoka í fjallshlíðum en toppar upp úr. Þetta breytist er líða fór að hádegi. Varð þetta hin skemmtilegasta ferð og mikil áskorun fyrir suma í hópnum. Fararstjórar Konráð Gunnarsson og Jóhannes Kárason. Myndasmiður Konráð Gunnarsson. Þökkum Magnúsi Eiríkssyni fyrir aksturinn.
Skoða myndirLaugardagurinn 28 júlí rann upp bjartur og fagur ekki amalegt að fara í fjallaferð. Ganga átti á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið, upp Öxlina með öllum sínu Hausum þaðan yfir heimari Lambárbotna upp snjóinn og þaðan á fjallið. Í þetta sinn var nóg um vatn. Tekin var góð stund í að skoða útsýnið enda sást yfir hálft landið. Síðan var farið niður af Kerlingu sömu leið og svo gengið norður eftir tindunum, Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu (1213), og Ytrisúlu (1144) og niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km. Hér er slóð á myndir sem Guðbjartur Guðbjartsson tók. Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir, Frímann Guðmundsson.
Skoða myndirFFA efndi til árlegrar göngu á Herðubreið laugardaginn 11. ágúst 2012. Ekið var að kvöldi 10. ágúst um Krepputungu í Herðubreiðarlindir því að Jökulsá var mjög vatnsmikil. Að morgni 11. ágúst var ekið að uppgöngunni vestan Herðubreiðar og gengið þar á fjallið. Skilyrðin voru góð, engir skaflar á leið okkar og allt mjög þurrt. Þá vorum við líka laus við grjóthrun. Við náðum upp á tind eftir 3 klst. og 10 mínútur. Sandmistur var yfir Ódáðahrauni en fyrir ofan mistrið blöstu Kverkfjöll, Snæfell og Bárðarbunga við. Á tindinum var sunnan strekkingur en mjög hlýtt í veðri. Alls voru 22 í hópi FFA, þar á meðal fararstjórarnir, Ingvar Teitsson og Vignir Víkingsson. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirEkið var með rútu frá Akureyri að Syðri-Tungu á Tjörnesi. Þar hófst gangan en endaði á Fjöllum í Kelduhverfi. Er þetta gömul þjóðleið. Veðrið var gott, suðaustan hlý gola var á móti okkur í byrjun en golan minnkaði og hitinn hækkaði eftir því sem leið á daginn. Fórum frekar rólega en nutum útsýnis og góða veðursins í góðum hópi. Fararstjóri og myndasmiður Sigurgeir Sigurðsson
Skoða myndirLaugardagur 1. september 2012. Við vorum þrír sem lögðum af stað frá Akureyri og var ekið sem leið liggur upp á Öxnadalsheiði og bílum lagt þar sem Sesseljubúð var en nú er minnismerki um að bundið slitlag sé komið milli Akureyrar og Reykjavíkur. En nú fjölgaði í hópnum tveir komu vestan úr Blönduhlíð og þrjú úr Öxnadal. Gangan hófst þarna, og var gengið upp með Grjótá þaðan upp Tunguna milli ánna og sveigt inn í Vestmannadal (Vestari Grjótárdal) upp í Tryppaskarðið sem er í 1130 metrum. Síðan farið niður í Tryppaskálina, sagan rifjuð upp og horfið á vit sögulegra atburða þegar 26 hross hröpuðu fram af hengiflugi haustið 1870. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.
Skoða myndirFrekar var nú fámennt en góðmennt í ferðina á Bangsahnjúk, Þverfjall, og Syðri-Vatnsendahnjúk. Lagt var af stað úr bænum KL 9.30 og keyrt sem leið liggur í Héðinsfjörð.Lögðum af stað í gönguna rétt við gangnamunan KL 10.10. Komum við í rústum Grundarkots sem fór í eyði 1941, þaðan stefnan tekinn upp í Möðruvallaskál. Gengum fljótlega upp í snjó sem var bæði blautur og mikill,og tafði heldur för. Gengum við í snjó á alla Tindanna eins og um vetur væri.En gaman var að geta rennd sér niður Vatnsendahnjúk langa leið á rassinum. Flott ferð í góðu veðri, fínu skyggni og stórgóðum félagsskap. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson.
Skoða myndirFFA efndi til ferðar á Öskjuveginn 20.-24. júlí 2012. Ekið var um Herðubreiðarlindir og gist í Dreka. Daginn eftir var þoka á hærri fjöllum. Því var ekið upp í Öskjuop og gengið þaðan að Víti. Síðdegis var farið að Svartá við Vaðöldu. Þann 22. júlí var gengið yfir Jónsskarð í ágætu veðri og í Dyngjufell. Þann 23. júlí var norðan súld og lágskýjað. Þá var gengið í Botna. Lokadaginn var gengið niður með Suðurá og í Svartárkot og ekið þaðan til Akureyrar. Þátttakendur voru 12, auk fararstjóra, bílstjóra og kokks. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson
Skoða myndir