Farið var í fuglaskoðunarferð frá FFA laugardaginn 16. maí um Eyjafjarðarsvæðið sunnan Akureyrar. - Veður var gott mestan tímann en dulítið svalt undir lokin sem gerði ekkert til fyrir þá sem kunnu að búa sig. Þátttakendur voru 17 auk fararstjóranna tveggja.
Metið okkar frá í fyrra stendur enn en við náðum að sjá 39 tegundir og sumar nokkuð spes. - Við sáum t.d. skeiðendur, brandendur, rauðbrystinga, grafönd, gargönd, tjald á ,,hreiðri" nánast á veginum. Æðarfugl á eggjum og einnig álftir á dyngju sinni. Þá voru tildrur í fjörum og sendlingur sást svo og sandlóa og fýll í lok ferðar og Toppönd.
Ekki var laust við að sæist bros á öllum einhvern tíman í ferðinni. - Vilborg sá að venju um að fararstjórar yrðu ekki hungurmorða í ferðinni og hafi hún þakkir fyrir. Sökum ástands í þjóðfélaginu urðum við að fara á fleiri bílum en venjulega þannig að nokkuð var misjafnt hvað skoðunarmenn fengu að heyra margar fuglasögur í ferðinni. Að öðru leyti tókst ferðin vel í alla stað. Fararstjórar Jón Magnússong og Sverrir Thorstensen. Texti og myndir Jón Magnússon.
Skoða myndir