Gönguvika FFA 2025

Gönguvika FFA 21. - 26. júní 2025

Skráning í ferð

Erfiðleikastig

Búnaðarlistar

21. júní: Sólstöðuganga á Múlakollu

Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum, upp dalinn norðan Brimnesár.
Geysimikið útsýni er til allra átta af hátindi kollunnar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd: 8 km. Gönguhækkun: 930 m.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

22. júní: Óvissuferð í Kinninni  

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

23. júní: Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði. Laufásstrandarfjöllin
Jónsmessuganga, kvöldferð

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið upp á Ystuvíkurfjall og norður á Kræðufell,
þaðan niður í Fagrabæjargil (bratt og skriður) og upp á Dýrðarnípu yfir á Dýrðarbungu og endað á Laufáshnjúk.
Síðustu 300 metrarnir eru svolítið brölt. Að lokum er farið niður af Laufáshnjúk þar sem bílar munu bíða en byrja
þarf á að ferja bíla þangað. Útsýnið af fjöllunum er mikið og geysifagurt bæði til suðurs og norðurs og að kvöldlagi
á þessum árstíma er von á fallegu sólarlagi. Aðeins hluti leiðarinnar er stikaður.
Vegalengd: 11 - 12 km. Gönguhækkun: 1000 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

24. júní: Fálkafell - Gamli - Kjarni - Fálkafell -

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið að bílastæði við Fálkafell. Gengið á skátaskálanum Fálkafelli og síðan sem leið liggur að
skátaskálanum Gamla. Þaðan er farið niður í gegnum Kjarnaskóg og sem leið liggur til baka
að bílastæðinu við Fálkafell.
Vegalengd: 9 km. Gönguhækkun: 220 m.
Þátttaka ókeypis

25. júní: Arnarstaðaskál í Eyjafirði

Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir og Helga Sigfúsdóttir sem er heimamanneskja á staðnum.
Arnarstaðaskál í Eyjafirði er snotur, gróin skál eða sylla í fjallinu fyrir ofan Arnarstaði fram í Eyjafirði að austan.
Þægilegt gönguland, að mestu bílslóð og kindagötur.
Nestisstopp verður tekið á leiðinni þar sem ljúft er að njóta útsýnis og kyrrðar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 9 km. Gönguhækkun: 450 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

25. júní: Fossaferð: Myrkárgil í Hörgárdal

Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson
Svavar leiðir þátttakendur um Myrkárgil í Hörgárdal. Þar er m.a. hægt að sjá Kálfafoss, Byrgisfoss og Geirufoss.
Ferðin tekur um það bil þrjá tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana.
Gert er ráð fyrir að koma til baka um kl. 21.
Þátttaka ókeypis