- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ferðafélag Akureyrar gefur árlega út tímaritið Ferðir. Það hefur komið út nær óslitið síðan 1940. Félagar í FFA fá það með árgjaldi sínu, einnig er hægt að kaupa það í lausasölu á skrifstofu FFA.
Í ársritinu er lögð áhersla á ferðasögur, einkum frá Íslandi en að nokkru frá ferðum erlendis. Þar er alltaf fjallað ítarlega um starfsemi FFA auk þess sem skýrslur stjórnar og nefnda innan félagsins eru birtar þar og hafa verið frá upphafi ritsins. Tímaritið Ferðir eru þannig traust heimild um Ferðafélag Akureyrar – og hefur verið það í meira en 80 ár. Stafræn tækni hefur auðvitað rutt sér mjög til rúms síðustu 20 árin, en þetta prentaða ársrit okkar teljum við vera varanlegri heimild en tölvuskjöl.
Hér er hægt að sjá fyrsta tölublað Ferða ársrits FFA sem kom út árið 1940: 1. árg. 1940