Sjötindaferð
Fyrst var gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). og þaðan var gengið norður eftir tindunum Hverfanda, Þríklökkum, Bónda, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu og Ytrisúlu, að lokum gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endaði.
Veðurspáin var ekki of hagstæð átti að verða lágskýað þegar liði á daginn. Á uppleiðinni lagðist þokan yfir topp Kerlingar annað slagið en þegar við komum upp fengum við gott útsýni í allar áttir. Nokkrir gengu á vesturbrún Kerlingar sem er um eins km gangur hvora leið og fengu gott útsýni yfir Glerárdalinn og nágrenni og einn maður og hundur sem slegist höfðu í hópinn skelltu sér niður í Lamba. Nánast var logn allan daginn og topp gönguveður og þokan var svo tillitsöm að hún kom á eftir okkur og lagðist yfir tindana hvern á eftir öðrum en ekki fyrr en við vorum kominn yfir og farin niður. Sextán voru í þessari ferð með fararstjórum. Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir og Frímann Guðmundsson. Frímann og Haukur Grettisson tóku myndirnar. Ljóðræn ferðasaga er undir Ferðasögur hjá FFA /slóð:
http://www.ffa.is/is/ferdasogur/sjotindaferd-ljodraen-ferdasaga
Skoða myndir