Fréttir

Lokað í Laugafelli

Frá og með 1. september er skálinn í Laugafelli lokaður.

Skrifstofan lokar

Frá og með 1. september er skrifstofa FFA lokuð.
Þær helgar sem ferðir verða farnar á vegum félagsins verður skrifstofan opin frá kl: 17:30 - 19:00 á föstudeginum.

Tölvupósti verður svarað eftir því sem kostur er.

Ferð um Jökulborg og Landafjall

4. september. Jökulborg, Landafjall, 1420 m.   
Gangan hefst við Þverárrétt í Öxnadal. Gengið er inn mynni Þverárdals og stefnan sett fljótt í austur upp Lambárdal. Gengið er upp botn Lanbárdals upp skálina milli Kistufjalls og Jökulborgar og þaðan á toppinn. Af toppi Jökulborgar er mjög flott og mikið útsýni.
Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason.
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Brottför frá FFA kl. 9.00

Ferð um Tungnahryggjökul aflýst.

Fyrirhugaðri ferð um Tungnafellsjökul sem átti að vera 28.-29. ágúst hefur verið aflýst.

kynningu frestað um viku

Kynning á haustferð um strandir á vegum Ferðaskrifstofunnar Miðnætursólar verður frestað til laugardagsins 4.september kl.14:00.

Minnum á að það þarf að skrá þátttöku á kynninguna í síma 8476389 eða ísoleil@soleil.is 

Félagar í Ferðafélagi Akureyrar, hópar og eldri borgarar fá 15% afslátt af haustferðinni um Strandir.

Kynning á haustferð um strandir.

Laugardaginn 28. ágúst kl.14 verður kynning á haustferð um strandir í húsakynnum Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23.

Atli Gunnarsson frá Ferðaskrifstofunni Miðnæstursól ehf kynnir 4 daga ferð um strandir dagana 9.-12. september undir leisögn Matthíasar Lýðssonar leiðsögumanns og bónda á ströndum. Tilkynna þarf þátttöku á kynninguna í síma 8476389 eða í netfangið soleil@soleil.is

Í ferðinni verður meðal annars farið til Hólmavíkur, Drangsness, Djúpuvíkur og Norðurfjarðar, boðið upp á mat úr héraði og beint af býli, söfn skoðuð, kynntar þjóðsögur og kveðskapur og farið í léttar göngur, laugar og potta.

Félagar í Ferðafélagi Akureyrar fá 15% afslátt af haustferðinni.

Tvær ferðir um næstu helgi

28. - 29. ágúst. Tungnahryggsjökull   
Ekið er áleiðis að Baugaseli eða eins og færð leyfir. Gengið fram dalinn í átt að Hólamannaskarði. Þegar komið er gegnum skarðið er stefnt á Tungnahryggsskálann en hér fáum við okkur langþráðan kvöldmat og hvílumst. Næsta morgun er haldið af stað og gengið yfir jökulinn og í átt að botni Skíðadals og fer nú að halla undan fæti. Gengið er meðfram ánni að eyðibýlinu Sveinsstöðum (gangnamannahús) eða áfram að eyðibýlinu Krosshóli og að bílnum.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 7.200 / kr. 8.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting og akstur.
Brottför frá FFA kl. 8.00

29. ágúst. Bægisárdalur - Glerárdalur   
Ekið að bænum Syðri Bægisá í Öxnadal og gengið inn dalinn sem er um 10 km langur og gljúfrin og fossarnir skoðaðir í leiðinni. Gengið yfir jökulinn (og e.t.v. á Tröllahyrnu) niður í Glerárdalsbotn og að Lamba. Þaðan farið niður um Grenishóla yfir Lambá niður Bungur og heim að réttinni þar sem Súluvegurinn endar. Upplifun: Stórbrotið landslag, gljúfur, fossa, jökul, há fjöll, útsýni, vaða ár, vera til í kyrrð öræfanna. Hvað er hægt að fá meira út úr einni ferð.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: kr. 4.000 / kr. 4.500
Innifalið: Fararstjórn, akstur.
Brottför frá FFA kl. 8.00

Ferð aflýst

Fyrirhugaðri ferð Skersgnípa- Kaldbakur laugardaginn 21.ágúst hefur verið aflýst vegna veðurs. Ferðinni á Hreppsendasúlur sunnudaginn 22. ágúst er einnig aflýst.

Ferðin sem átti að fara á Herðubreið

Áætlað var að ganga á Herðubreið helgina 6.-8. ágúst 2010. Vegna þoku á fjallinu var dagskránni gjörbreytt. Smellið á MYNDIR til að sjá hvað hópurinn gerði í stað þess að klífa drottninguna.

Skrifstofan lokuð

Fimmtudaginn 19. ágúst verður skrifstofan lokuð.