Fréttir

Ferð um Þorvaldsdal

Næstkomandi laugardag, 1. apríl er á dagskrá skíðaferð um Þorvaldsdal.  Gangan hefst við Fornhaga í Hörgárdal og þaðan gengið norður Þorvaldsdal, að Stærra- Árskógi.

Stjórn félagsins 2006-2007

Aðalfundur félagsins fór fram 9. mars sl.  Ein breyting varð í stjórninni, Rúnar Jónsson gaf ekki kost á sér áfram í varastjórn og var Einar Hjartarson kjörinn í hans stað.  Á meðfl. mynd sést ný stjórn 2006-2007

Nýjar myndir og ferðasaga

Nú eru komnar nýjar myndir á myndasíðu úr skíðaferð sem farin var 11.-12. mars sl. frá Körflu til Húsavíkur um Reykjaheiði.  Einnig eru komnir inn nýjar myndir frá smíði skálavarðarhúss sem nú er í smíðum

Ferð á Kaldbak

Minnum á ferð á Kaldbak næstkomandi laugardag, 25. mars.  Kaldbakur er 1167 metra hár og er eitt hæsta fjall við utanverðan Eyjafjörð og af toppi þess er mikið og gott útsýni yfir Eyjafjörð.

Nýjar myndir

Fyrsta ferð ársins samkvæmt ferðaáætlun var farinn 4. mars sl.  Raðgert var að ganga austur yfir Bíldsárskarð en vegna snjóleysis var ferðinni breytt og farið út að Kaldbak og gengin þar góður hringur.

Skíðaferð um næstu helgi

Minnum á skíðaferð frá Kröflu til Húsavíkur um næstu helgi,11-12 mars. Gist á Þeistareykjum.

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 20.00 í húsnæði félagsins að Strandgötu 23.