- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Búnaðarlistar verða aldrei tæmandi þeir eru fyrst og fremst til viðmiðunar
Nauðsynlegur búnaður í dagsferð á gönguskíðum:
Gönguskíði og skíðaskór. Best er að hafa skíði með stálköntum/utanbrautarskíði
Skíðastafi (athugið að ólin sé þannig að þið komist í þykkum vettlingum í hana)
Gott að hafa meðferðis skinn á skíðin
Skíðagleraugu, sólarvörn og varasalvi
Vind- og vatnsheldan jakka
Vind- og vatnsheldar buxur
Ullarnærföt
Hanska/vindhelda vettlinga
Drykkjarflösku og smá orku til að narta í t.d. orkustykki (alltaf eitthvað heitt að drekka)
Sólarvörn og varasalvi
Gott að hafa höfuðljós í lengri ferðir
Sjúkragögn, hælsærisplástur, verkjalyf og annað smálegt
Sjúkragögn (hælsærisplástur og annað smálegt)
Gott að hafa létta úlpu og þurra vettlinga (gott líka að hafa „pokavettlinga“ til að hafa yfir aðra). Margir hafa líka með sér þurra húfu
Nauðsynlegur búnaður í dagsferð á fjallahjóli t.d. rafhjólaferðir hjá FFA:
Hjól sem þið eruð vön
Hjálmur
Klæðnaður eftir veðri
Vindjakki nauðsynlegur og jafnvel vindbuxur
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Flugnanet
Stór drykkjarflaska og smá orku til að narta í t.d. orkustykki
Viðgerðarsett
Pumpa
Slanga
Vaselín
Hjólatöskur eða bakpoki
Sérútbúnaður sem gerir oft gæfumuninn en er ekki nauðsynlegur:
Hjólabuxur, hjólatreyja og hjólavettlingar
Léttar og stuttar ferðir: Stuttar dagleiðir, 4 - 6 klst. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Léttur dagpoki. Flestum fært.
Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir skór sem ætlaðir eru til dagsferða og jafnvel göngustafir.
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, húfa, vettlingar, hlífðarföt og regnföt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar og buff
Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst. oftast utan slóða og/eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir gönguskór sem ætlaðir eru til dagsferða með góðum stuðningi
Göngustafir ef vill
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, regnföt (vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða)
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (gott að hafa orkuríkt nesti og göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar, buff og brodda; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð.
Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.
Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf
Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Göngustafir ef vill
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar
Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur
Kort, áttaviti, GPS tæki
Lengri ferðir: Göngu- og skíðaferðir - 2 skór
Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst., oftast utan slóða og /eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Í nokkurra daga ferð reynir oft meira á úthald hjá fólki en í dagsferðum.
Viðbót við grunn-búnaðarlista fyrir 2 skó. Sjá grunnlista hér.
ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf
Í lengri ferðir (1 - 4 dagar) þarf auk grunnbúnaðar:
Gönguskór sem henta aðstæðum og veita góðan stuðning
Bakpoki: Stærri bakpoki ef gengið er með allt á bakinu annars dagspoki. Bakpokinn þarf að vera með bakpokahlíf
Inniskór ef gist er í fjallaskálum
Svefnpoki (og lítill koddi)
Fatnaður sem bæta þarf við: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Lítið viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri)
Nauðsynlegar snyrtivörur og eyrnatappa
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Matur og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Kort, áttaviti, GPS tæki
Í vetrarferðir (göngu- eða skíðaferðum) þarf auk grunnbúnaðar:
Utanbrautarskíði með stálköntum (skinn á skíðin)
Hlífðargleraugu
Brodda og ísexi (ef leið liggur um brattlendi)
Hlýrri fatnað en að jafnaði í sumarferðum: Ullarnærföt, ullarhúfa, ullarvettlingar og vindhelt ysta lag (buxur, jakki og lúffur) eru nauðsynlegur búnaður
Orkumikið nesti og nóg að drekka (heitt og kalt í ílátum sem ekki frýs
Lengri ferðir og vetrarferðir: 3 - 4 skór
Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er oftast það oftast og þá þarf að bera svefnpoka.
Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
Viðbót við grunn-búnaðarlista fyrir 3 - 4 skó. Sjá grunnlista hér:
ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf
Í lengri ferðir (1 - 4 dagar) þarf auk grunnbúnaðar:
Gönguskór sem henta krefjandi aðstæðum utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoka: Stærri bakpoka ef gengið er með allt á bakinu annars dagspoka. Bakpokinn þarf að vera með bakpokahlíf
Svefnpoki (og lítinn kodda)
Inniskó ef gist er í fjallaskálum
Auka fatnað: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Nauðsynlegar snyrtivörur og eyrnatappa
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Mat og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Í vetrarferðir (göngu- eða skíðaferðum) þarf auk grunnbúnaðar:
Utanbrautarskíði með stálköntum (skinn á skíðin)
Hlífðargleraugu
Jöklabrodda og ísexi ef leið liggur um brattlendi. Fararstjóri lætur vita ef hana þarf
Hlýrri fatnað en að jafnaði í sumarferðum: Ullarnærföt, ullarhúfu, ullarvettlinga og vindhelt ysta lag (buxur, jakki og lúffur) eru nauðsynlegur búnaður
Orkumikið nesti og nóg að drekka (heitt og kalt í ílátum sem ekki frýs í)
Nokkurra daga trússferð með FFA - góð ráð
Í trússferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka, auka fatnaði og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað.
Þó að ekki þurfi að skera allan útbúnað niður í trússferðum eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Listinn sem birtur er á heimasíðu FFA er aðeins til viðmiðunar og hver og einn ákveður hvað af því fer í dagpokann og hvað fer í trússfarangurinn. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum og lengd ferðar.
Í skálum FFA er eldunaraðstaða og matarílát auk salernis eða kamars.
Nokkurra daga trússferð: Búnaðarlisti
Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Gönguskó sem henta utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoka (dagpoka) með bakpokahlíf
Göngustafi
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri og til að nota í skálanum
Viðeigandi göngufatnað og hlífðarföt, húfu og vettlinga
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt
Drykkjarflösku, vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff, sokkar, broddar; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð
Vaðskó ef útlit er fyrir að það þurfi að vaða
Inniskó ef gist er í fjallaskálum
Fatnaður sem bæta þarf við: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Nauðsynlegar snyrtivörur
Matur fyrir alla ferðina og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Áttavita, landakort og/eða GPS tæki
Hitabrúsa með kakói, tei eða kaffi
Myndavél og kíki
Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
Svefnpoka (og lítinn kodda)
Bol til skiptanna og til að sofa í
Lítið handklæði
Eyrnatappar
Lítið viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Góðir búnaðarlistar og ráðleggingar um klæðnað í gönguferðum (myndband) eru á heimasíðu FÍ