Myndir af skálum FFA
- 8 stk.
- 04.02.2008
Í ágúst 2019 hófst vinna við nýtt þjónustuhús í Dreka. Gert er ráð fyrir að reisa húsið næsta sumar. Húsið er ætlað fyrir tjaldgesti og lausaumferð á svæðinu, hjólafólk, daggesti og þá sem stoppa styttri tíma. Á efri hæð verður aðstaða fyrir rútubílstjóra og fararstjóra. Myndir: Helga Guðrún Sigurjónsdóttir skálavörður í Dreka sumarið 2019.
Skoða myndirLokafrágangur á Gamla Skálanum í blíðskaparveðri og keyrt upp á Laugafellið.
Skoða myndirFarið var í vinnuferð upp í Herðubreiðarlindir helgina 18-20 maí 2017. Gera á gagngerar breytingar á Þorsteinsskála sem er elst hús Ferðafélags Akureyrar byggður 1958-60. Húsið hefur verið óeinangrað alla tíð og staðið sig vel,en nú á að einangra og setja nýtt eldhús og opna inn í matsal. Vinnan gekk vel og var allur panill fjarlægður af neðri hæð og síðan einangrað, Hitadúnkur fjarlægður og opnað inn í matsal. Einnig var vatn sett á allt kerfið með ærinni fyrirhöfn. Veðrið var frábært sól og hiti, og gæsin hin rólegasta.
Skoða myndirBlásið var til opnunarferðar í Lindir og Dreka í gær 10. júní en þetta var stutt gaman því með öllu ófært við Ferjuásinn vegna vatnagangs. Myndir segja meira en mörg orð.
Skoða myndirÍ þriðju vinnuferðinni var skálinn málaður í bak og fyrir og er nú orðinn nokkuð glæsilegur
Skoða myndirÖnnur vinnuferðin í Laugafell þar sem gamli skálinn var klæddur að utan
Skoða myndirÞann 11. ágúst 2013 fóru þrír félagar úr FFA og endurstikuðu gönguleiðina fram í Lamba. Alls var 23 nýjum stikum bætt við á þessari 11 km löngu gönguleið. Nú eru þar um 70 m á milli stika að meðaltali. FFA stikaði þessa leið upphaflega árið 1992. Gönguleiðanefnd FFA sá um verkið. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirVinnuferð sem farin var til þess að skipta um klæðningu á gamla skálanum í Laugafelli. Skálinn var byggður 1948 og er því kominn á eftirlaunaaldur (67 ára) en er þó í góðu standi þrátt fyrir aldur.
Skoða myndirDagana 18.-21. júlí 2013 var gönguleiðin frá bílastæðinu við Heimari-Hlífá upp á Súlur stikuð upp á nýtt og sett ný skilti við bílastæðið og prílan á girðingunni sunnan og ofan bílastæðisins lagfærð. FFA stikaði þessa leið upphaflega 1991 en flestar þær stikur voru orðnar úr sér gengnar. Þessi gönguleið FFA á Súlur er mjög fjölfarin og vinsæl yfir sumarið. Gönguleiðanefnd FFA sá um þessar merkingar. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirHreinn Skagfjörð tók þessar myndir 5. júní af Öskju og Dreka. Ansi mikill snjór á svæðinu.
Skoða myndirHelgina 14. - 16. sept var skálunum í Herðubreiðarlindum og Dreka lokað
Skoða myndirUm liðna helgi var farin opnunarferð í Dreka
Skoða myndir20110917 Lokunarferð í Dreka. Farin var hefðbundin lokunarferð í dreka dagana 16,17 og 18 september. Nánart allur snjór var horfinn af leiðinni en ófært hafði verið vikuna áður og engir gist síðustu næturnar en tveir komu á ofurtrukki og gisti annar í skála. Vatnið var tekið af húsunum, frostvarið, slangan tekin úr gilinu og öll húsin þrifin.
Skoða myndir20110616 Vinnuferð í Dreka 16. til 19. júní Frekar kuldalegt á fjöllum en vatni komið á og hús þrifin. Skipt um glugga og hurð á gamla Dreka og smíðaður pallur við geymsluskúr ásamt ýmsu öðru smálegu.
Skoða myndir20110318 Skruppum í Dreka til eftirlits og til að taka mál á gluggum í Gamla Dreka sem á að endurnýja í vor.
Skoða myndir20100924 Farið var í lokunarferð í Dreka daganna 24-26 september 2010.
Skoða myndir20100713 Nú er smíði Þórunnarbúðar, nýja skálavarðarhússins fyrir Laugafell, að komast á lokastig. Að kvöldi 13. júlí 2010 var unnið við ýmiss konar frágang í húsinu, en húsið fer á fjöll þ. 16. júlí nk. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20100623 Vinnu og opnunarferð í Laugafelli. Brú var smíðuð frá snyrtihúsi að laug, lokið var við kaldavatnsveitu, laugin hreinsuð og skálar undirbúnir fyrir sumarið. Myndir tók: Árni Gíslason.
Skoða myndir20100618 Helgina 18.-20. júní var Bræðrafellsskálinn gerður klár fyrir sumarið og málaður í leiðinni í nýjum litum. Tók hann sig vel út þannig eins og myndirnar bera með sér. Umgengni var með ágætum og notalegt að gista tvær nætur í skálanum. Okkur taldist til að 43 hefðu skráð sig í gestabókina í 20 heimsóknum. Veðrið lék við okkur og ekki amalegt að ganga yfir hraunið til Bræðrafells um miðnætti á föstudagskvöld í sólskini og hátt í 20 stiga hita! Í ferðina fóru átta manns á tveimur bílum. Gerðar voru smá breytingar á slóðinni að uppgöngunni að Herðubreið að frumkvæði Hreins Skagfjörð og með samþykki þar til bærra yfirvalda. Er nú unnt að komast þangað akandi án þess að klöngrast hraunið nema að litlu leyti. F.h. Bræðrafellsnefndar Hjalti Jóhannesson,
Skoða myndir20100611 Farin var vinnuferð í Dreka 11. - 13. júní 2010. Vatni komið á og skipt um glugga á loftinu í Gamla Dreka. Einnig var borið á alla palla og hús þrifnin að innan. Á laugardagskvöldinu var kíkt upp í Öskjuop og er þar með snjóléttara móti.
Skoða myndirLaugardaginn 8. maí 2010 var unnið við að ganga frá stiga upp á efri hæðina. Einnig var unnið við milliveggi á neðri hæðinni. Þá var farið að ryðhreinsa og grunnmála gám sem verður gasgeymsla við Drekagil. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20100120 Laugardaginn 20. jan. 2010 var unnið við að klæða innveggi á neðri hæð með þilplötum. Einnig var súð á efri hæð klædd með panel. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirFarin var árleg vor-vinnuferð í skálann Lamba á Glerárdal helgina 19.-20. júní 2009. Skipt var um klæðningu innan á austurvegg skálans og hann málaður og þrifinn að utan sem innan. Skálinn er nú í góðu ásigkomulagi og gönguleiðin inn Glerárdal að austan (sunnan) um göngubrúna á Fremri-Lambá að verða þurr. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20090425 Á kosningadaginn, 25.04.09, var unnið við að klæða með timbri ofan á sperrurnar á þaki nýja skálavarðarhússins. Einnig var unnið á neðri hæð hússins, við að setja laska undir gólfklæðningu o.fl. Í lok dagsins mátti segja að komið væri þak á húsið. Myndasmiður: Ingvar Teitsson
Skoða myndir20090423 Á sumardaginn fyrsta, 23.04.09, var unnið við samsetningu á sperrum á húsið. Sperrur voru reistar með aðstoð Stjána Júl., kranabílstjóra. Einnig var gengið frá sperrufestingum í hliðarveggi hússins. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20090321 Haldið var áfram að smíða skálavarðarhús f. Laugafell í suðvestan golu og blíðviðri þ. 21.03.09. Lokið var við að reisa grind útveggjanna fjögurra. Einnig var klæddur krossviður utan á tvo veggi. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20090307 Haldið var áfram að smíða skálavarðarhús fyrir Laugafell laugard. 07.03.09. Efnað var niður í grindur fyrir þrjá veggi hússins. Grindurnar voru síðan settar saman og reistar. Veður var sæmilegt framan af degi en eftir hádegið mokaði niður snjó.
Skoða myndirLaugardaginn 21. febrúar 2009 hófu félagar í FFA að smíða nýtt skálavarðarhús fyrir Laugafell. Stálbitar sem mynda undirstöðu hússins voru stilltir af. Þá var smíðuð timburgrind ofan á stálbitana en sú grind verður gólf nýja hússins. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20090118 Smíði skálavarðarhúss fyrir Laugafell miðar vel áfram. Laugardaginn 18.04.09 var lokið við að setja loft yfir jarðhæð skálans og einnig voru stafnar reistir á enda hússins.
Skoða myndirÁ pálmasunnudag 16. mars 2008 var farið með brúarefni að Fremri-Lambá á Glerárdal og einnig var farið með krossvið og steinolíu í Lamba. Farið var á snjóbíl sem björgunarsveitin Súlur á. Einnig voru vaskir snjósleðamenn með í för til að finna bestu leiðina. Farið var um Fálkafell og fram Bungur vestan undir Súlum fram að Fremri-Lambá. Þaðan var farið yfir gil Fremri-Lambár að skálanum Lamba. Heim var haldið sömu leið. Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart og svalt. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20071013 Myndir úr vinnuferð í Dreka helgina 13. til 14. okt. 2007
Skoða myndir20070708 Sunnudaginn 8. júlí 2007 var ný Fjólubúð vígð við Drekagil. Fjölmenni var og blíðskapar veður á fjöllum. Myndir tók Ingimar Árnason
Skoða myndir20070525 Vinnuferð í Dreka um Hvítasunnuna 25.-28. maí 2007
Skoða myndir20070126 Vinnuferð í Dreka 26.-27. janúar 2007
Skoða myndir20060915 Helgina 15. til 17. september 2006 var nýrr varðarhúsið flutt í Dreka
Skoða myndir20060127 Vinnuferð í Dreka 27.-29. janúar 2006
Skoða myndir20050303 Hafin er bygging nýs skálavarðarhús sem sett verður upp við Dreka sumarið 2006. Unnið er við bygginguna alla laugadaga
Skoða myndir20040615 Bygging nýja Dreka sumarið 2004
Skoða myndir