Gistiskilmálar

 

Nauðsynlegt er að panta skálagistingu og greiða þarf staðfestingargjald við bókun. Til að tryggja félagsverð þarf að greiða árgjald áður en greiðsla fer fram.

Bókunarskilmálar

 

Við bókun pöntun er krafa stofnuð í banka fyrir staðfestingargjaldi á bókun og þarf að greiða hana í síðasta lagi tveimur vikum síðar. Ef viðkomandi hættir við bókun er hann beðinn að láta vita á netfanginu ffa@ffa.is  

Átta vikum fyrir komudag er krafa stofnuð í banka fyrir lokagreiðslu sem þarf að greiða innan tveggja vikna, þ.e. sex vikum fyrir komudag.

Breytingagjald: 500 kr. fyrir hverja bókun fyrir fjóra farþega eða fleiri.

Afbókunarskilmálar

 

Ef skálagisting er afpöntuð gilda eftirfarandi reglur:

    • Staðfestingargjald er ekki endurgreitt
    • Afbókun 7 – 13 dögum fyrir komudagsetningu: 50% af gistigjaldi endurgreitt
    • Afbókun innan við 7 dögum fyrir komudagsetningu: Ekkert endurgreitt
    • Ekki er endurgreitt vegna veðurs, færðar eða annarra náttúrafla, seinkunar eða ef viðkomandi mætir ekki á staðinn
    • Staðfestingargjald er aldrei endurgreitt

 

Tryggingar

 

Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu og dvelja í skálum eða á tjaldsvæðum félagsins á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.