- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
"Brot af því besta frá fyrri árum"
Upp til fjalla bíða okkar ævintýri og upplifun af ýmsum toga. Ef þú ert að leita að útivist þar sem gengið er á fjöll og farið á áhugaverða staði á Norðurlandi þá er þetta hópurinn fyrir þig. Vert er að benda á að áfangastaðirnir hafa allir verið gengnir áður í hreyfihópum undanfarinna ára og er verkefnið nú því kallað “Brot af því besta frá fyrri árum”.
Farið verður í átta ferðir á tímabilinu 20. maí - 14. eða 15. júní 2025. Fjórar ferðir eru dagsferðir um helgar og fjórar eru á virkum dögum (seinni part).
Hreyfiverkefnið „Komdu út og á fjöll“ hjá FFA er fyrir alla sem eru í þokkalegu gönguformi og miðast erfiðleikastig og gönguhraði ferða við tvo til þrjá skó. Haft verður að leiðarljósi að „njóta en ekki þjóta“. Byrjað verður á lægri fjöllum til að auka þol þátttakenda. Um er að ræða gönguhóp sem haldið verður vel utan um m.a. með öruggri fararstjórn reyndra fararstjóra, facebókarsíðu og góðri upplýsingagjöf.
Ferðirnar verða á þriðjudögum kl. 18:00 (einn fimmtudagur) og laugardögum kl. 09:00 (sunnudagur til vara ef veðurspá er betri þá).
Gert er ráð fyrir að ferðir sem farnar verða um helgar verði 5 - 7 tímar með akstri, en á virkum dögum eru ferðirnar styttri, eða 3 - 4 tímar með akstri. Þátttakendur koma á eigin bílum og er upphafsstaður ferða við Ferðafélag Akureyrar, Strandgötu 23.
Umsjón með verkefninu hafa Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson og eru þau jafnframt fararstjórar í ferðunum.
Fyrirspurnum er hægt að beina til Önnu Sigrúnar á netfangið annasr45@gmail.com eða í síma 848 1090 og Kristjáns á netfangið kristjan@grofargil.is eða í sím 892 7720.
Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið formadur@ffa.is.
Skráningu lýkur 11. maí og verkefnið hefst 20. maí. Skráningarhnappur er efst á síðunni.
Lágmarksfjöldi er 12 þátttakendur.
Verð: 29.000 kr. fyrir félaga í FFA eða FÍ, sama verð fyrir maka. Fyrir aðra kostar námskeiðið 34.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka, einnig er hægt að koma á skrifstofu FFA til að greiða. Ekki er endurgreitt eftir að verkefnið er hafið.
Mikilvægt:
Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.
Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.
Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.