Fréttir

Áminning: Umsóknarfrestur fyrir skrifsofustarf að renna út

Fyrr í sumar auglýstum við lausa stöðu á skrifsofunni okkar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur rennur út á morgun, 30. júní og hvetjum við alla sem hafa áhuga á starfinu að senda inn umsókn.

Minnum á næstu ferð: Reykjaheiði. 850 m

Reykjaheiði. 850 m 30. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Ekið að Reykjum í Ólafsfirði. Gengið þaðan yfir Reykjaheiði niður í Böggvisstaðadal og til Dalvíkur. Þetta var hluti af leið landspóstsins milli Akureyrar og Siglufjarðar. Vegalengd 15-16 km. Gönguhækkun 710 m. Munið að skrá ykkur

Minnum á ferð helgarinnar: Dýjafjallshnjúkur. 1445 m

23. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Jóhannes Kárason. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn

Gönguvika 1: Ferðin í kvöld - Kjarnaskógur

Ferðin í kvöld verður farin um Kjarnaskóg undir leiðsögn Hallgríms Indriðasonar, skógfræðings. Létt og þægileg ganga við allra hæfi í fólkvangi Akureyrar Kjarnaskógur 21. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn

Gönguvika 1: Ferðin í kvöld - Gásir

Ferðin í kvöld verður farin um Gásir undir leiðsögn Björns Vigfússonar sagnfræðings. Létt og fróðleg ferð sem allir ættu að hafa gaman af. Brottför kl. 19 frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23.

Gönguvika 1: Ferð fimmtudagsins - Kjarnaskógur

Fimmtudagsferð gönguvikunnar okkar verður farin um Kjarnaskóg. Fararstjóri verður Hallgrímur Indriðason sem gjörþekkir skóginn. Brottför er kl. 19 frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23. Ekki láta ykkur vanta.

Gönguvikan hafin

Nú er fyrri gönguvikan okkar hafin. Fyrsta ferðin verður í kvöld og farið verður um Krossanesborgir undir leiðsögn Helgu Guðnadóttur og Guðrúnar Eggertsdóttur. Mæting er kl. 19 við skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23. Ekki láta ykkur vanta - skráning á www.ffa.is

Öskjuvegurinn - Upplifðu öræfin - 20.-24. júlí

Ferðafélag Akureyrar býður upp á ógleymanlega gönguferð um hálendi Íslands. Ferðin er 5 dagar og er gengið frá Dreka um Öskju og norður Dyngjufjalladal um Suðurárbotna og að Svartárkoti. Ekki missa af tækifærinu til að fara þessa ferð í góðum hóp með reyndum leiðsögumanni sem þekkir svæðið eins og lófann á sér.

Fossdalur 2018 - myndir

Ferðafélag Akureyrar fór í Fossdal 9. júní. 30 manna hópur lagði af stað frá Kleifum í björtu og góðu veðri. Þægileg gönguleið, fyrir utan Flyðrubekkjargilið, um grónar götur að vitanum á Sauðhólsmel og þaðan var gengið inn Fossdalinn. Hvanndalabjargið, hæsta standberg í sjó fram á Íslandi, blasti við og hömrum girtur Fossdalurinn var tignarlegur. Fararstjóri, Helga Guðnadóttir. Myndir má sjá á myndasíðunni okkar.

Næsta ferð: Hólafjall. 862 m

Hólafjall. 862 m 16. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Leo Broens. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn.