- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Æskilegt er að panta tímanlega í lengri ferðir og þær ferðir þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Þátttökugjald í flestar ferðir er greitt við brottför eða stuttu fyrir ferð.
Nánari skýring um greiðslufyrirkomulag kemur fram í viðburði fyrir hverja ferð.
Í nokkrar ferðir á ferðaáætlun 2024 þarf að greiða staðfestingargjald í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt nema ef ferð er felld niður. Gert er ráð fyrir að ferð sé greidd upp þremur dögum fyrir brottför og fæst þá ekki endurgreidd.
Ef afpanta þarf ferð skal senda póst á netfangið ffa@ffa.is
Ferðafélag Akureyrar áskilur sér rétt til að fella niður ferð eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur.
Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingar.
Hreyfiverkefni og námskeið eru ekki endurgreidd eftir að þau hefjast.