Gönguvikan heldur áfram, í kvöld 7. júlí verður gengið að Skólavörðu á Vaðlaheiði. Um helgina eru tvær
ferðir. Bátsferð frá Húsavík í Flatey og Lofthellaferð.
Næstu ferðir:
Ekið til Húsavíkur. Siglt með Norðursiglingu frá Húsavík
út í Flatey. Náttúra og mannvirki eyjunnar skoðuð. Þegar á eyjuna er komið bjóða Norðursiglingarmenn upp á grillveislu
á bryggjunni. Siglt til baka til Húsavíkur seinnipartinn.
Fararstjóri í Flatey: Ingvar Sveinbjörnsson.
Verð: kr. 12.300 / kr. 13.300
Innifalið: Fararstjórn, sigling, hvalaskoðun, léttar veitingar um borð og
grill í eyjunni.
Brottför frá FFA kl. 8.00
11. júlí. Lofthellir í Mývatnssveit 2.
Sjá lýsingu hér framar.
Fararstjóri: Haukur Ívarsson.
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 10.00
Gönguvika:
7. júlí: Skólavarða. Farið frá FFA kl.
19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.
8. júlí: Kræðufell. Farið frá FFA kl. 19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga
bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.
9. júlí: Hlíðarfjall. Farið frá FFA kl. 19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga
bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.
10. júlí: Glerárdalshringurinn - 24 tindar.
Glerárdalshringurinn er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er
árlega í júlí, með um 10 fjöll hærri en 1.400 m og er Kerling hæst þeirra um 1.540 m, gengið er á 24 tinda um 45 km leið með
um 4.500 gönguhækkun. Reikna má með um 20 til 28 klst í gönguna. Allar nánari upplýsingar m.a. varðandi skráningarfrest má finna
á vefsíðu göngunnar 24x24.is undir Hringurinn.
11. júlí: Fuglaskoðunarferð Hrísey - nánar auglýst
síðar.