Fréttir

Nýr starfsmaður FFA

Við bjóðum nýja starfsmanninn okkar, Önnu Bryndísi Sigurðardóttur, velkomna til starfa.

Skín við sólu Skagafjörður

1.júlí: Mælifellshnjúkur, 1147 m (2 skór).

Hæsta standberg við sjó á Íslandi

2.júlí: Hvanndalabjarg. (2 skór)

24.júní: Jónsmessuferð

Blámannshattur, 1214 m.

25.júní: Hellaskoðun

Lofthellir í Mývatnssveit.                                         

Sumarsólstöðuferð.

21. júní. Sumarsólstöður á Ystuvíkurfjalli, 606 m

Hraun í Öxnadal

Fífilbrekkuhátíð 2006

Hin árlega Fífilbrekkuhátíð á vegum Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf verður haldin á Hrauni í Öxnadal laugardag 10. júní n.k.

Gengið verður frá bænum á Hrauni kl.14 upp Kisubrekku um Stapana að Hraunsvatni og dvalist við vatnið um hríð en haldið aftur niður með Hraunsá heim að bænum á Hrauni.

Leiðsögumaður á göngunni verður dr. Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur sem segir frá landi og staðháttum. Þórir Haraldsson náttúrufræðingur segir frá blómum og jarðargróða. Dr. Skúli Skúlason líffræðingur, rektor Hólaskóla, segir frá lífinu í Hraunsvatni en Tryggvi Gíslason segir frá “dauðanum í Hraunsvatni” og áhrifum hans á líf og lífsviðhorf Jónasar Hallgrímssonar.

Bakkar Eyjafjarðarár.

Sunnudaginn 11. júni verður farið í létta og þægilega göngu fram með bökkum Eyjafjarðarár, frá gömlu brúnum sunnan við flugvöllinn að Hrafnagili. Skoðað verður fuglalífið á leiðinni undir leiðsögn fróðra manna.
Þetta er upplögð sunnudagsganga fyrir alla fjölskylduna.

Verð kr. 1.100 fyrir félagsmenn, en kr. 1.300 fyrir aðra.
Brottför frá skrifstofu FFA kl. 9.00.

Hægt er að skrá sig í ferðina í tölvupósti ffa@ffa.is eða í síma 462 2720.
Skrifstofa FFA, Strandgötu 23, er opin mánudaga - föstudaga frá kl. 16.00 – 19.00.