Fréttir

Nýjársgangan

Kæru ferðafélagar og aðrir útivistarunnendur, gleðilega rest og vonandi verður ferðaárið 2009 gott útivistarár.

 

Nú er komið að hinni árlegu nýjársgöngu. Er ekki tilvalið að hrista af sér slenið, minnka fituforðann og endurnýja súrefnið í blóðinu með einni hressilegri skógargöngu? 


Í þetta sinn verður farið í yndislega skógarreitinn gegnt Akureyri, Vaðlareit. 


Lagt af stað úr skrifstofu FFA á nýjársdag kl. 11.00. Þetta er ókeypis ferð og við hæfi allra. Grétar Grímsson er fararstjóri.

Mætið og takið fjölskylduna með. Göngutúr á dag kemur skapinu í lag.


Með óskir um gott og farsælt nýtt ár.

F.h. ferðanefndar FFA

Roar Kvam

formaður


Enginn titill

Vinnuferð í Dreka 7.-9.nóv.

Um helgina 7. – 9. nóv var farin vinnuferð í Dreka. Lagt var af stað á föstudagskvöldinu 5 menn á tveimur bílum og gekk ferðin vel í Dreka var komið rétt fyrir miðnætti.

Fjölbreyttir steinar á opnu húsi 6. nóvember

Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20 mun Hólmsteinn Snædal, húsasmiður með meiru, sýna myndir af steinum úr náttúru Íslands og segja frá þeim eins og honum er einum lagið.

Nefndin.

50 ára afmæli Þorsteinsskála og Sviðamessa 2008

Nokkrar myndir frá afmæli Þorsteinsskála og Sviðamessu 2008. Gaman væri að fá fleiri myndir. fmg@sattur .is

Skálum FFA læst fyrir veturinn

Skálum FFA í Herðubreiðarlindum, Dreka og Laugafelli hefur nú verið læst fyrir veturinn.

Þeim sem vilja leigja afnot af skálunum er bent á að senda póst á ffa@ffa.is eða hafa samband við Fjólu Kristínu Helgadóttur, ritara stjórnar í  í heimasíma 462-3812 eftir kl. 20.

Fleiri myndir frá afmælisgöngu á Herðubreið

Nokkrar myndir í viðbót af afmælisgöngunni á þjóðarfjallið 13. ágúst síðastliðinn eru komnar á myndasíðuna.




Fyrsta opna hús vetrarins 2. október

Fimmtudaginn 2. október kl. 20.00 mun Ingvar Teitsson sýna myndir úr ferð sinni til Jemen og Jórdaníu sumarið 2008. Fjölmennum og sjáum myndir af framandi slóðum!

Myndir á myndasíðu

Myndir úr Haustlitaferð í Botna 20-21. september 2008 eru komnar á myndasíðu.

Síðasta ferð ársins: Haustlitaferð í Suðurárbotna

20. – 21. september. Haustlitaferð
Ekið í Svartárkot. Gengið í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum, gist þar og farið tilbaka næsta dag. Skoðaðir haustlitir svæðisins sem eru stórkostlegir.
Fararstjóri: Kristín Björnsdóttir.
Verð: kr. 1.300 / kr. 2.300
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá skrifstofu FFA kl. 10.00.

Hægt er að skrá sig í ferðina með því að smella hér.