Fréttir

Stóri plokkdagurinn

Sunndaginn 28. apríl tók FFA þátt í Stóra plokkdeginum og plokkuðu 26 manns á vegum félagsins nokkur svæði á Akureyri og lék veðrið við þátttakendur. Þátttakendum var úthlutað svæðum og fóru nokkrir saman á hvert svæði, Plokkað var í 2-3 klukkustundir. Vonandi tekst að gera þetta að árlegum viðburði hjá FFA. Fólk var sammála um að skemmtilegt er að vera nokkur saman við að Plokka rusl og ekki skemmir fyrir að setjast niður eftir á og fá sér hressingu í húsakynnum FFA við Strandgötu.

Skrifstofa FFA verður lokuð föstudaginn 26. apríl

Stóri plokkdagurinn 2019

Tökum skrefið - vikulegar göngur hjá FFA

Hreyfing, útivera og félagsskapur

Næsta ferð: Mosi-gönguskíðaferð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla

Opið hús 4. apríl n.k.