Fréttir

Næstu ferðir

Næstu ferðir FFA eru í erfiðari kantinum, enda flestir búnir að koma sér í form á þessum tíma. En á n.k. laugardag verður gengið á hið skemmtilega fjall Torfufell í Eyjafirði, á sunnudeginum 25. júlí verður svo gengið á Kerlingu í Eyjafirði og fyrir þá sem láta ekki Kerlingu eina og sér duga þá er í boði að halda áfram í norður með súlufjallgarðinum með viðkomu á 6 öðrum tindum. Á mánudeginum verður svo lagt af stað upp á hálendi inn í Öskju og önnur Öskjuvegsferðin gengin, það er uppselt í hana. Síðasta ferð júlí mánaðar er ganga á Blástakk sem er fjall í tæpri 1400 m. hæð við botn Féggstaðadals inn úr mynni Barkárdals í Hörgárdal.

Nýtt varðarhús flutt í Laugafell

Um liðna helgi var nýja varðarhúsið flutt í Laugafell og sett á sinn stað.   

Myndir úr gönguferð meðfram Glerá 18. júlí

Smellið hér til að sjá myndirnar

Næstu ferðir

Öskjuvegurinn hefst föstudaginn 16. júlí og stendur til 20. júlí, Látrastrandarfjöllin verða gengin laugardaginn 17. júlí og á sunnudag 18. júlí er gengið meðfram Glerá.

Smíði nýs skálavarðarhúss fyrir Laugafell

Nú er smíði Þórunnarbúðar, nýja skálavarðarhússins fyrir Laugafell, á lokastigi. Smellið á MYNDIR til að sjá framvindu verksins.

Næstu ferðir FFA

Gönguvikan heldur áfram, í kvöld 7. júlí verður gengið að Skólavörðu á Vaðlaheiði. Um helgina eru tvær ferðir. Bátsferð frá Húsavík í Flatey og Lofthellaferð.

Næstu ferðir FFA

Næstu ferðir í áætlun FFA eru: Grjótárhnjúkur í Hörgárdal, Glerárdalur-Skjóldalur, og Ljúfir dagar á Ströndum. Minnum einnig á Gönguvikuna.

Gönguvika - Akureyri og nágrenni

Gönguvika verður á Akureyri og í nágrenni dagana 3.-11. júlí.

Vinnuferð í Bræðrafell og nýir litir skálans

Helgina 18.-20. júní var farin vinnuferð í Bræðrafell, skálinn gerður klár fyrir sumarið og um leið fékk hann andlitslyftingu. Sjá nánar í myndaalbúminu.

Myndir úr göngu með Stóralækjargili

Komnar eru inn myndir frá göngunni með Stóralækjargili í Öxnadal sem farinn var föstudagskvöldið 11. júní 2010.
Sjá myndir úr ferðinni.