26.05.2006
Ferðafélag Akureyrar
Hér eru upplýsingar til þátttakenda í ferð FFA/FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnu:
Undirbúningsfundur verður þriðjudaginn 30. maí kl. 20:00 í húsnæði FFA, Strandgötu 23.
21.05.2006
Ferðafélag Akureyrar
2. – 5. júní. Hvannadalshnjúkur á Hvítasunnu.
Þessa helgi verður farið frábæra ferð í samvinnu við Ferðafélag Íslands.
Ekið verður á einkabílum í Skaftafell föstudaginn 2. júní og verður gist í svefnpokaplássi eða tjaldi í
Svínafelli.
Gengið verður á Hnjúkinn laugardaginn 3. júní, en sunnudagurinn er til vara vegna veðurs. Hæðarhækkun er 2000 metrar, en gengið verður
rólega með mörgum smá hvíldum og áætlað er að gangan taki í heild 10 – 15 klst.
Ekið verður heim daginn eftir uppgöngu.
Fararstjórar verða reyndustu fjallamenn með Harald Örn Ólafsson í fararbroddi.
08.05.2006
Ferðafélag Akureyrar
Frímann Guðmundsson sendi nýverið inn nokkrar myndir og tveimur síðustu ferðum félagsins, annars vegar úr ferð á Súlur 1.
maí og úr skiðaferð á Kröflusvæðið.
Myndirnar eru á myndasíðu