Harðarvarða

Harðarvarða
Harðarvarða
Á brún Hlíðarfjalls í 1160m hæð stendur nú hin reisulega Harðarvarða 5 metrar að hæð.
10. 10. 2010 var aldeilis frábær dagur til að kíkja þarna uppeftir og  nýttu margir sér góða veðrið og upp úr hádegi voru 20 manns búnir að skrifa í gestabókina.


Ragnar Sverrisson og félagar í 24x24 hlóðu vörðuna og lauk verkinu í byrjun sept.  Á síðu þeirra félaga  24x24.is  má finna myndir frá hleðslunni og einnig að í tilefni opnunar Héðinsfjarðarganga ætla þeir að „brölta á nokkur fjöll“ þar um næstu helgi og eru allir velkomnir með. Það má með sanni segja að fjallahringur útivistarfólks hafi víkkað með göngunum í Héðinsfjörð og einnig mun Harðarvarða draga til sín fjallageitur og aðra áhugasama. Frá Skíðastöðum er tiltölulega auðveld ganga þarna uppeftir og einfaldast er að fylgja vegslóðanum með Fjarkanum. Frá Strýtu er hægt að fylgja vegslóða sem nær upp á brún litlu norðar en varða er.
Vegalengdin að vörðunni er um 4 km og hækkunin er ca. 660m og gott að áætla 2 klst. Í að ganga upp og þá í heildina ca. 4 klst  í ferðina. Myndir frá deginum er að finna hér.