Fréttir

Öskjuvegurinn - Upplifðu öræfin - 20.-24. júlí

Ferðafélag Akureyrar býður upp á ógleymanlega gönguferð um hálendi Íslands. Ferðin er 5 dagar og er gengið frá Dreka um Öskju og norður Dyngjufjalladal um Suðurárbotna og að Svartárkoti. Ekki missa af tækifærinu til að fara þessa ferð í góðum hóp með reyndum leiðsögumanni sem þekkir svæðið eins og lófann á sér.

Fossdalur 2018 - myndir

Ferðafélag Akureyrar fór í Fossdal 9. júní. 30 manna hópur lagði af stað frá Kleifum í björtu og góðu veðri. Þægileg gönguleið, fyrir utan Flyðrubekkjargilið, um grónar götur að vitanum á Sauðhólsmel og þaðan var gengið inn Fossdalinn. Hvanndalabjargið, hæsta standberg í sjó fram á Íslandi, blasti við og hömrum girtur Fossdalurinn var tignarlegur. Fararstjóri, Helga Guðnadóttir. Myndir má sjá á myndasíðunni okkar.

Næsta ferð: Hólafjall. 862 m

Hólafjall. 862 m 16. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Leo Broens. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn.

Vinnuferð í Dreka

Næsta ferð: Fossdalur í Ólafsfirði

Minnum á næstu ferð og hvetjum sem flesta til að taka þátt: Fossdalur í Ólafsfirði 9. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði og út í Fossdal. Tilvalin fjölskylduferð. Vegalengd ca. 10-12 km. Gönguhækkun ca. 100 m. Munið að skrá ykkur

Opinn félagsfundur 28. maí kl. 20 í Oddeyrarskóla

Opið hús fimmtudaginn 1. mars

Opið hús verður fimmtudaginn 1. mars kl. 20:00 að Strandgötu 23. Þorsteinsskáli: Niðurrif skála og endurbygging á nýjum stað. Hjalti Jóhannesson segir frá í máli og myndum Kaffi og spjall á eftir. Allir velkomnir

Aðalfundur FFA - 20. mars

Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar verður haldinn að Strandgötu 23 kl. 20:00 þann 20. mars næstkomandi. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf.

Súlur. 1143 m. Göngu- eða skíðaferð

Fljótsheiði. Skíðaferð