10.01.2018
Bakkar Eyjafjarðarár. Skíðaferð
13. janúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gangan hefst við bílastæðið við gamla Leiruveginn að austan. Létt og þægileg gönguleið fyrir alla sem ekki langar að fara í bröttu brekkurnar. Upplögð fjölskylduferð.
ATH: Fyrirvari á ferðinni er að mikið hefur hlánað síðustu daga og óvíst með skíðafæri um helgina. Því má eiga von á einhverjum breytingum á ferðatilhögun.
03.01.2018
Minnum á almennan félagsfund Ferðafélags Akureyrar sem verður á morgun, fimmtudaginn 4. janúar kl. 20:00 að Strandgötu 23.
Ýmis félagsmál rædd, framkvæmdir á árinu, virkjunaráform í Dreka og fleira. Heitt á könnunni og allir velkomnir.
01.01.2018
Ingvar Teitsson
FFA efndi til nýársdagsgöngu þ. 01.01.18 í Vaðlareit. Smellið á MYNDIR til að fræðast um ferðina.
22.12.2017
Almennur félagsfundur Ferðafélags Akureyrar verður fimmtudaginn 4. janúar kl. 20:00 að Strandgötu 23.
Ýmis félagsmál rædd. Heitt á könnunni og allir velkomnir.
22.12.2017
Nýársganga
1. janúar 2018, kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári.
05.12.2017
Opið hús
Fimmtudaginn 7. desember í Strandgötu 23 kl. 20:00.
Ingimar Árnason sýnir myndir úr ferðum um Kinnarfjöll.
Kaffi og spjall á eftir. Allir velkomnir.
01.12.2017
Vegna stormviðvaranar frá Veðurstofu hefur verið ákveðið að aflýsa ferðinni á Draflastaðafjall sem fara átti laugardaginn 2. desember
30.11.2017
Draflastaðafjall, 734 m. Fjall mánaðarins.
2. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu.
Þetta er frekar létt ganga við flestra hæfi. Vegalengd 10 km. Hækkun 390 m.
24.11.2017
Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar verður lokuð í dag, föstudag vegna veðurs og ófærðar
08.11.2017
Þingmannahnjúkur. Fjall mánaðarins
11. nóvember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.