Fréttir

Þorrablót FFA í Botna þ. 14.02.09.

Myndir úr þorrablótsferð FFA í Botna 14.-15. feb. 2009 eru komnar á heimasíðuna. Smellið á MYNDIR hér að ofan.

Skíðaferð: Hrafnagil - Súlumýrar - 21. febrúar

Gengið með Reyká upp á Súlumýrar. Þaðan til norðurs og komið niður með Heimari Hlífá við réttina.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 10.00

Skíðaferð FFA í Lamba 07.02.09.

Myndir úr fyrstu skíðaferðinni á ferðaáætlun FFA fyrir 2009 eru komnar á heimasíðuna. Smellið á MYNDIR hér að ofan.

Þorraferð í Botna - skíðaferð, 14.-15. febrúar

Ekið að Svartárkoti, gengið þaðan í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum þar sem snæddur verður þorramatur um kvöldið. Gengið til baka næsta dag.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 2.400 / kr. 3.000
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 11.00

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa félagsins verður opin á föstudögum fram að hefðbundinni sumaropnun frá kl. 17 - 19.

Þar verður hægt að fá upplýsingar um næstu ferðir, skrá sig í þær og greiða þær.

 

Næsta ferð verður farin í Lamba á Glerárdal


Þá er ferðaárið að hefjast á fullu með fyrstu skíðaferð ársins.

Ferðakynning 2009

Ferðakynning FFA 2009
verður í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 5. febrúar n.k. kl. 20.00.
 
Dagskrá:
  • Hilmar Antonsson, formaður FFA setur kynninguna.
  • Roar Kvam, formaður ferðanefndar kynnir ferðir ársins í tali og myndum.
  • Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur verður með erindi og myndakynningu er hann kallar „Austfjarðafjöll, meginstöðvar og rannsóknir dr. Walkers“.
  • Skíðaþjónustan og 66° Norður sýna úrval af útivistarvörum.
 Enginn sannur útivistarunnandi lætur þessa kynningu fram hjá sér fara.
Aðgangseyrir kr. 1.000, innifalið er kaffi og meðlæti.
Ferðanefnd FFA

Ferðaáætlun 2009

Jæja, gott fólk, nú er loksins ferðaáætlunin fyrir 2009 komin á sinn stað (smellið á tengilinn t.v.) skoðið hana vel og takið frá tíma fyrir ferðirnar sem ykkur líst best á.
Vonumst til að sjá sem flest ykkar í ferðum félagsins á árinu, af nógu er að velja.

Nýr póstlisti

Búið er að gera nýjan póstlista sem heitir " Næsta ferð "

Á þann lista verða sendar uppl. í byrjun viku um ferðir komandi helgar.  Áfram er til almennur póstlisti félagsins en á honum eru í dag 124 netföng.  Hægt er að skrá sig á listann hér til hægri.

Gönguhópur

Minni á óformlegan gönguhóp sem gengur alla mánudaga frá Sundlaug Akureyrar kl.19:00.