Fréttir

22. 23. ágúst. Herðubreið

Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Á föstudegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða í skála. Gengið á þjóðarfjallið á laugardaginn. Ekið heim á sunnudaginn. Nauðsynlegur aukabúnaður er hjálmur.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 1.800 / kr. 2.800
Innifalið: Fararstjórn, gisting í húsi.
Brottför kl. 16.00

Afmælisganga á Herðubreið þ. 13.08.08.

Myndir úr afmælisgöngu FFA og FÍ á Herðubreið þ. 13.08.08 komnar á myndasíðu.

Bláskógavegur - myndir

Myndir úr ferð FFA á Bláskógaveg þ. 09.08.08 komnar á myndasíðu.

17. ágúst. Kötlufjall, 989 m.

Gengið frá Syðri-Reistará, upp Reistarárskarð, þaðan til norðurs á Kötlufjall. Síðan er gengið niður svokallaðar Gvendarbrekkur að Stærra-Árskógi.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Brottför kl. 8.00

16. ágúst. Kerling, 1538 m.

Sjö tinda ferð
Gengið á hæsta fjall Eyjafjarðarsýslu. Ekið að Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit, gengið þaðan upp fjallið. Þaðan verður ferðinni tvískipt, sumir fara sömu leið til baka, en aðrir norður eftir tindum að Súlum og niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar.
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson/Vignir Víkingsson.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 8.00

100 ára afmælisganga á Herðubreið

þann 13. ágúst í ár eru liðin 100 ár frá því að þýski vísindamaðurinn Hans Reck og Sigurður Sumarliðason gegnu fyrstir manna á Herðubreið. Ferðafélag Akureyrar verður með sérstaka afmælisgöngu í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Skráning er þegar hafin í síma 4622720 hjá Ferðafélagi Akureyrar milli kl. 16 og 19 virka daga og einnig er hægt að skrá sig í tölvupósti ffa@ffa.is .

Fararstjóri: Ingvar Teitsson

Mæting í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum 12. ágúst og lagt upp í göngu snemma morguns þann 13. ágúst.

10. ágúst. Meðfram Glerá

Gengið meðfram Glerá, frá öskuhaugum til ósa. Þetta er frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem vaxa sjaldséðar jurtir.
Fararstjóri: Ingimar Eydal.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 8.00

9. 10. ágúst. Jeppaferð Norðan Dyngjufjalla

Hætt við ferðina vegna þátttökuleysis

9. ágúst. Bláskógarvegur

Ekið í Reykjahverfi og upp á heiðina að Sæluhúsmúla. Þaðan verður gengið hin forna leið Bláskógarvegur að býlinu Undirvegg í Kelduhverfi.
Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson.
Verð: kr. 4.700 / kr. 5.700
Innifalið: Fararstjórn, akstur.
Brottför kl. 8.00

Ferð aflýst

Göngu um Bræðrafell og Hrúthálsa um verslunarmannahelgina 2.-4. ágúst hefur verið aflýst.