Fréttir

Fyrsta opna hús vetrarins 2. október

Fimmtudaginn 2. október kl. 20.00 mun Ingvar Teitsson sýna myndir úr ferð sinni til Jemen og Jórdaníu sumarið 2008. Fjölmennum og sjáum myndir af framandi slóðum!

Myndir á myndasíðu

Myndir úr Haustlitaferð í Botna 20-21. september 2008 eru komnar á myndasíðu.

Síðasta ferð ársins: Haustlitaferð í Suðurárbotna

20. – 21. september. Haustlitaferð
Ekið í Svartárkot. Gengið í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum, gist þar og farið tilbaka næsta dag. Skoðaðir haustlitir svæðisins sem eru stórkostlegir.
Fararstjóri: Kristín Björnsdóttir.
Verð: kr. 1.300 / kr. 2.300
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá skrifstofu FFA kl. 10.00.

Hægt er að skrá sig í ferðina með því að smella hér.

6. september. Trippaskál, 1130 m.


Nú fer hver að verða síðastur að fara í ferð með FFA á þessu ári.
Næst síðasta ferð sumarsins verður farinn um næstu helg í Trippaskál.
Skráning fer fram á skrifstofu FFA, Strandgötu 23,
föstudaginn 5. september frá kl. 17:30 – 19.00 eða hér á síðunni.

Ferðatillögur fyrir næsta starfsár.

Ferðanefndin er að gera ferðaáætlun fyrir 2009. Ef þið hafið einhverjar tillögur um áhugaverðar ferðir væri ágætt að senda okkur línu á ffa@ffa.is og við munum athuga hvort hægt verði að koma viðkomandi ferð inn á áætlunina fyrir 2009.
Látið endilega heyra í ykkur.

F.h. Ferðanefndar FFA
Roar Kvam
formaður

Ferð FFA á Herðubreið þ. 23.08.08.

30. ágúst. Hákambar í Svarfaðardal

30. ágúst. Hákambar í Svarfaðardal 
Ekið er á einkabílum að Atlastöðum í Svarfaðardal. Þaðan er gengið fram dalinn sunnan ár og upp brattar skriður uns komið er á fjallsbrún gegnt Unadal. Útsýn er hér geysi mikil og sér niður yfir Höfðaströnd og yfir Skaga. Áfram er haldið um Hákamba og komið á slóð Heljardalsheiðar og henni fylgt niður til byggða við Kot.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 8.00

Reistarárskarð - Kálfskinn

Myndir Sjö tinda ferð Kerling

Sjá myndir

Myndir frá göngu í Hvanndali

Sjá myndir