Næstu ferðir Ferðafélags Akureyrar eru vægast sagt við allra hæfi. Þar sem boðið verður upp á jeppaferð frá
föstudegi til sunnudags. Á laugardeginum verður gengið á Kerlingu í Eyjafirði og Súlufjallgarðinn. Á sunnudag er svo auðveld
ganga norður með Skjálfandafljóti frá Fljótsbakka að Vaði.
14. – 16. ágúst. Jeppaferð 
Farin verður ferð í Kverkfjöll og nágrenni. Gist í Dreka og Sigurðarskála.
Fararstjóri: Örn Arnarson.
Verð: kr. 4.500 / kr. 6.100
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 16.00
15. ágúst. Kerling, 1538 m. Sjö tinda ferð


Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi. Ekið að Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit, farið þaðan á fjallið.
Þar verður ferðinni tvískipt, sumir fara sömu leið til baka, aðrir norður eftir tindum að Súlum og niður í Glerárdalinn þar
sem ferðin endar.
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson/Vignir Víkingsson.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 8.00
16. ágúst. Fljótsbakki - Vað
Ekið að bænum Fljótsbakka í Þingeyjarsveit. Gengið norður með Skjálfandafljóti að austan í gegnum Einarsstaðaskóg
í Fossselsskóg sem er mjög fallegur. Þaðan að Skipapolli, Ullarfossi og endað við bæinn Vað.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 10.00