Fréttir

Botnaferð

Myndir

Páskaferð breytt áætlun

 Skíðaferðin um Öskjusvæðið fellur niður vegna snjóleysis.

En í staðinn verður boðið upp á stórskemmtilega 4-daga páskaferð í Laugafell.   3 skór  Keyrt verðu á einkabílum frá Ferðafélagi Akureyrar föstudaginn 22. apríl kl. 13 að Vatnahjalla í Eyjafirði. Þar hefst gangan upp á hálendið. Myndir

föstudagur 22. apríl Vatnahjalli - Bergland (um 12 km, 700m hækkun)

laugardagur 23. Bergland - Laugafell  (um 20 km, lítilháttar lækkun)

Páskadagur 24. Laugafell skíðaferð um nágrennið, slökun í lauginni og hátíðarhöld.

mánudagur 25. apríl Laugafell - Vatnahjalli ( rúmir 30 km.)

Verð kr. 14.500/10.600  innifalið fararstjórn og gisting.

Skemmtilegt væri að hafa sameiginlegan mat á páskadag, páskalamb og tilheyrandi. ca. 2000 kr.

 Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst  hér 

Fararstjórar Ingibjörg Eiríksdóttir og Anke María Steinke Nánari upplýsingar í síma 821-8234

Víknaslóðir á opnu húsi 7. apríl

Félagar í Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs koma á opið hús að Strandgötu 23 næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20. Þeir munu þar kynna spennandi gönguferðir á Víknaslóðum fyrir austan. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

2. apríl. Skíðadalur. Skíðaferð

Myndir

Skíðaferð norður Fljótsheiði að Hafralæk

FFA efndi til skíðaferðar norður Fljótsheiði um Fjallshnjúk að Hafralæk í Aðaldal þ. 26. mars 2011. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Færeyjar á opnu húsi fimmtudaginn 3. mars

Fimmtudaginn 3. mars verður opið hús hjá FFA að Strandgötu 23. Jónas Helgason, menntaskólakennari segir frá landafræði og menningu Færeyja. Fyrirlesturinn hefst kl. 20. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Gil þorraaferð

Myndir og ferðasaga komnar á  myndasíðu 

Ferðakynning

Myndir

Staðarbyggðafjall

Myndir

12 - 13. febrúar. Þorraferð í Gil

Lagt er af stað við afleggjarann á Leirdalsheiði og er gengið út heiðina í skálann á Gili þar sem snæddur verður kjarngóður þorramatur og drukknar hinar dýrustu guðaveigar um kvöldið.
Daginn eftir er gengið til baka um Trölladal.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson
Verð: kr 4.000 / kr. 3.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 9.00