Hæsta standberg við sjó á Íslandi

2.júlí: Hvanndalabjarg. (2 skór)

Farið verður á einkabílum að Kleifum í Ólafsfirði en þaðan er gengið í Fossdal sem liggur yst af dölum Ólafsfjarðar. Dalurinn er umlukinn þverhníptum björgum og er þeirra mest  Hvanndalabjarg en á brúnum þess eru héraðsmörk Ólafsfjarðar að norðan. Við fyrstu sýn virðist dalurinn algjörlega lokaður en þó eru leiðir upp úr honum til Hvanndala og á bjargið.

 

Fararstjóri er Helga Guðnadóttir og brottför er frá skrifstofu FFA kl.9:00.

Verð fyrir félagsmenn er kr. 1000.- en kr. 1300 fyrir aðra. Ath. Munið eftir nesti!!