- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
1.júlí: Mælifellshnjúkur, 1147 m (2 skór).
Ekið verður á einkabílum vestur í Skagafjörð og þegar komið er suður undir Mælifell er beygt af aðalveginum og inn á Efribyggðarveg (751) og fram Mælifellsdal. Frá Moshól er síðan gengið á fjallið eftir merktri gönguleið. Útsýni af fjallinu er mikið og talið er að þaðan sjáist í tíu sýslur og munu fá fjöll við byggð á Norðurlandi státa af eins miklu útsýni. Í góðu skyggni má sjá vestur um til Strandafjalla, Snjófjalla vestan Holtavörðuheiðar og sumir segja allt vestur á Snæfellsjökul. Jöklarnir á miðhálendinu eru fyrirferðarmiklir og sjá má hluta Kerlingarfjalla en einnig Hágöngur við Sprengisandsleið, Tungnafellsjökul, Bárðarbungu, Herðubreið, Dyngjufjöll, Trölladyngju og jafnvel er mögulegt að sjá Snæfell í austri. Ganga á Mælifellshnjúk í góðu skyggni er því fyrirhafnarinnar virði.
Fararstjóri er Böðvar Finnbogason og lagt verður af stað frá skrifstofu FFA kl.9:00.
Verð kr.1000.- fyrir félagsmenn en kr. 1300.- fyrir aðra. Ath. Munið eftir nesti.