- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Sunnudaginn 28. apríl ætlar Ferðafélag Akureyrar að taka þátt í Stóra plokkdeginum í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Við ætlum að plokka frá Leirubrúnni að flugvellinum. Mæting er við skrifstofu Ferðafélagsins að Strandgötu 23 kl. 9:30 á sunnudagsmorgun. Ruslapokar verða á svæðinu en plokkarar eru beðnir um að taka með sér góða hanska. Í lokin verður boðið upp á smá hressingu í húsnæði FFA í Strandgötu. Gaman væri að sjá sem flesta taka þátt í þessu þarfa verkefni.