- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Óvissuferð. Síðasta ferð sumarsins.
Óvissuferðin að þessu sinni verður ganga upp á Hlíðarfjall og meðal annars skoðuð ný varða þeirra 24x24 manna.
Minnum á Vetrarferð 4. - 5. desember. Aðventuferð
Kynning á haustferð um strandir á vegum Ferðaskrifstofunnar Miðnætursólar verður frestað til laugardagsins 4.september kl.14:00.
Minnum á að það þarf að skrá þátttöku á kynninguna í síma 8476389 eða ísoleil@soleil.is
Félagar í Ferðafélagi Akureyrar, hópar og eldri borgarar fá 15% afslátt af haustferðinni um Strandir.
Laugardaginn 28. ágúst kl.14 verður kynning á haustferð um strandir í húsakynnum Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23.
Atli Gunnarsson frá Ferðaskrifstofunni Miðnæstursól ehf kynnir 4 daga ferð um strandir dagana 9.-12. september undir leisögn Matthíasar Lýðssonar leiðsögumanns og bónda á ströndum. Tilkynna þarf þátttöku á kynninguna í síma 8476389 eða í netfangið soleil@soleil.is
Í ferðinni verður meðal annars farið til Hólmavíkur, Drangsness, Djúpuvíkur og Norðurfjarðar, boðið upp á mat úr héraði og beint af býli, söfn skoðuð, kynntar þjóðsögur og kveðskapur og farið í léttar göngur, laugar og potta.
Félagar í Ferðafélagi Akureyrar fá 15% afslátt af haustferðinni.