- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason.
Verð: kr. 3.000 / kr. 3.500
Brottför frá FFA kl. 7.00
Þeir sem eru haldnir valkvíða munu eiga erfitt með að ákveða sig næstu helgi því úr nógu er að taka. Frá
föstudegi 13. ágúst til sunnudagsins 15. ágúst er í boði jeppaleiðangur um Austuröræfi . Á laugardeginum er um 30 km ganga
upp á Mælifellshnjúk í Djúpadal upp Þverdal og niður Hvassafellsdal. Á sunnudeginum 15. ágúst er svo skemmtileg ganga á
Uppsalahnjúk ofan Freyvangs í Eyjafirði, en af Uppsalahnjúk er gífurlega fallegt útsýni yfir Eyjafjörð.
Fyrirhugað er að ganga á Herðubreið n.k. laugardag. Á föstudag kl. 16 er brottför frá skrifstofu FFA að Strandgötu 23. Gott er að
vera mætt(ur) tímanlega til að ganga frá greiðslu. Sameinast verður í bíla. Ætlast er til að bensín- og olíukostnaði
verði dreift á milli ferðafélaga. Einhverjir ætla að gista í tjöldum og aðrir í skála. Þorsteinsskáli er
bókaður fyrir þennan hóp í tvær nætur. Í Þorsteinsskála er allur borð- og eldunarbúnaður, þar eru einnig
dýnur til að sofa á. Reiknað er með 4-5 klst. akstri frá Akureyri. Gangan á Herðubreið frá bílastæðinu við uppgönguna
upp á topp er um 3 km og rúmlega 1000 metra hækkun. Minnum fólk á hjálmana sína, kraftmikið nesti, góðan fatnað og
skóbúnað. Gott er að vera í góðu gönguformi.
ATH. Uppselt er í ferðina og er kominn langur biðlisti.
Ákveðið hefur verið að færa Blástakksferðina yfir til sunnudagsins 1. ágúst. Ástæðan er sú að skýjahuluspá fyrir sunnudaginn er of góð til að hafa enga ferð á þessum degi.