Fréttir

17. maí - Fuglaskoðunarferð - ATH breytt dags.

[ATH!! Dagsetningu verður nú breytt úr 10. maí í 17. maí].

Árleg fuglaskoðunarferð FFA þar sem fuglalífið við Eyjafjörð verður skoðað með kunnáttumanni.

 

Fararstjóri: Jón Magnússon.

 

Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500

Brottför frá FFA kl. 9.00

Ferða og bókakynning

Ferða og bókakynning í húsi Ferðafélags Akureyrar Strandgötu 23. fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00.

 Kynntar verða ferðir á vegum FFA sumarið 2009. Frímann Guðmundsson fer stuttlega yfir viðamikla ferðaáætlun FFA, auk nýunga þ.e. tvær gönguvikur í sumar þar sem boðið verður upp á stuttar kvöldgöngur og einnig lengri ferðir í samstarfi við Ferðafélagið Hörg, 24x24 og Minjasafnið.

Bjarni Guðleifsson kynnir nýútkomna bók sína Á fjallatindum. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins.

 

 

ATH! Hvarshnjúks-ferðin sem átti að vera 16. maí verður flytt til 10. maí

Sunnudaginn 10. maí. Hvarfshnjúkur, Svarfaðardalur,1036 m. 

Auglýst eftir starfsmanni á skrifstofuna í sumar

Ferðafélag Akureyrar auglýsir eftir starfsmanni í 75% starf á skrifstofu í júní, júlí og ágúst. Nánari upplýsingar gefa Hilmar Antonsson, formaður FFA í síma 862-3262 og Fjóla Kristín Helgadóttir, ritari í síma 462-3812 eftir kl. 20.00.  Umsóknir skal senda á Ferðafélag Akureyrar, Strandgötu 23, 600 Akureyri eða á ffa@ffa.is í síðasta lagi miðvikudaginn 6. maí næstkomandi.

Stjórn Ferðafélags Akureyrar.

Smíði skálavarðarhúss f. Laugafell þ. 25.04.09.

Áfram var haldið að smíða skálavarðarhúsið á kosningadaginn, 25.04.09. Í lok dags var húsið komið undir þak. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig verkinu miðaði.

Laugardagur 2. maí - Skíða- eða gönguferð á Draflastaðafjall

Laugardaginn 2. maí verður gengið frá bílastæði efst í Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu ef skíðafæri er gott.
Fararstjóri í ferðinni er Gunnar Halldórsson. Verð er kr. 1.500,-, en kr. 1.000,- fyrir félagsmenn FFA.
Farið verður frá FFA kl. 9:00.

Föstudagur 1. maí - skíða- eða gönguferð á Súlur

Á Verkalýðsdaginn 1. maí verður farin árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gangan hefst við réttina á Glerárdal og verður gengið eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Ferð við flestra hæfi.
Fararstjóri verður Kári Árnason, ekkert kostar í ferðina og verður mæting og brottför við réttina á Glerárdal kl. 9:00.

Breytt tímasetning á Kaldbaksferð um helgina

Sæl verið þið. Vegna misskilnings er rétt að taka það fram að ferðin sem fara átti á Kaldbak á sunnudag 26. apríl verður farin á morgun laugardag 25. apríl (ef næg þátttaka næst og veður leyfir).

Vinna við skálavarðarhús f. Laugafell þ. 23.04.09

Haldið var áfram að byggja skálavarðarhús fyrir Laugafell á sumardaginn fyrsta, þ. 23.04.09. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig verkinu miðar.

Könnunnarleiðangur á skíðum.

Farið var frá Klaustri í Hlíðarhaga til Þeistareykja og þaðan niður á Kísilveg alls um 55km. Myndir