2. – 5. júní. Hvannadalshnjúkur á Hvítasunnu.
Þessa helgi verður farið frábæra ferð í samvinnu við Ferðafélag Íslands.
Ekið verður á einkabílum í Skaftafell föstudaginn 2. júní og verður gist í svefnpokaplássi eða tjaldi í
Svínafelli.
Gengið verður á Hnjúkinn laugardaginn 3. júní, en sunnudagurinn er til vara vegna veðurs. Hæðarhækkun er 2000 metrar, en gengið verður
rólega með mörgum smá hvíldum og áætlað er að gangan taki í heild 10 – 15 klst.
Ekið verður heim daginn eftir uppgöngu.
Fararstjórar verða reyndustu fjallamenn með Harald Örn Ólafsson í fararbroddi.
Undirbúningsfundur verður haldinn á Akureyri 30. maí kl. 20.00
í húsnæði FFA, Strandgötu 23, þar sem farið verður yfir mikilvæg atriði varðandi útbúnað og skipulag ferðarinnar.
Öllum sem ætla að fara þessa ferð er skylt að mæta á fundinn.
Þar mun okkar maður í FFA leiða okkur i allan sannleikann um ferðina.
Hægt er að skrá sig í ferðina í tölvupósti ffa@ffa.is eða í síma 894 4260.
Skrifstofa FFA, Strandgötu 23, er opin á föstudögum frá kl. 17.30 – 19.00.
Ferðanefnd FFA