Fréttir

Þorraferð í Fjallaborg. Skíðaferð

Smíði Nýja-Lamba

Byggingu Nýja-Lamba var haldið áfram laugardaginn 25. jan. 2014. Smellið á MYNDIR og svo á \"Bygging Lamba\" til að sjá hvernig verkinu miðar.

Eitt fjall á mánuði

Áskorunin \"Eitt fjall á mánuði\" hófst i dag með göngu á Leifstaðahnjúk. 24 mættu í gönguna göngufæri og veður var eins og best verur á kosið í svona vetrargöngu. Myndir eru komnar inn á myndasíðu

Smíði Nýja-Lamba miðar vel áfram

Dagana 11. og 12. jan. 2014 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Lokið var við að smíða einingar í stafna og veggi. Einingarnar voru festar niður á undirstöður skálans og skrúfaðar saman. Þá var sperruvirki smíðað ofan á veggina og unnið við frágang á gólfi. Einnig var unnið við lektur undir aluzink klæðningu utan á veggjum skálans. Smellið á MYNDIR og síðan á \"Bygging Lamba\" til að sjá myndir af framkvæmdinni.

Nýársdagsganga FFA 2014

FFA efndi til gönguferðar á nýársdag, 1. jan. 2014. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um ferðina.

Nýársganga.

Ferðafélag Akureyrar óskar félögum og velunnurum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Nýársganga. Gönguferð 1. janúar. Brottför kl. 11

7. des. 2013: Smíði Nýja-Lamba haldið áfram

Laugardaginn 7. des. 2013 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Smellið á MYNDIR og BYGGING LAMBA til að sjá hvernig verkinu miðar.

Smíði Nýja-Lamba hafin

Laugardaginn 30. nóv. 2013 var byrjað að smíða Nýja-Lamba á Akureyri.

Opið hús 5. desember

Opið hús verður fimmtudaginn 5. desember nk. kl. 20:00 í Strandgötu 23.

Nýjar myndir á myndasíðu